spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 244 úrslit

UFC 244 úrslit

UFC 244 fór fram í Madison Square Garden í New York í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz um BMF titilinn.

Bardagakvöldið var mjög gott og fengum við mörg frábær tilþrif. Þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal áttu frábæran bardaga. Masvidal var með yfirhöndian nær allan tímann og var Diaz snemma kominn með ljótan skurð.

Áður en fjórða lota átti að byrja stöðvaði læknirinn bardagann þar sem skurðurinn var orðinn slæmur að hans mati. Diaz, Masvidal, Dana White og áhorfendur voru afar óánægðir með þessa ákvörðun. Svekkjandi endir á annars mjög skemmtilegum bardaga en Jorge Masvidal var frábær.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Veltivigt: Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz með tæknilegu rothöggi (doctor stopage) eftir 5:00 í 3. lotu.
Millivigt: Darren Till sigraði Kelvin Gastelum eftir klofna dómaraákvörðun (27-30, 29-28, 30-27).
Veltivigt: Stephen Thompson sigraði Vicente Luque eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 29-27).
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Blagoy Ivanov eftir klofna dómaraákvörðun (30-27, 28-29, 29-28).
Léttvigt: Kevin Lee sigraði Gregor Gillespie með rothöggi (head kick) eftir 2:47 í 1. lotu.

ESPN2 upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: Corey Anderson sigraði Johnny Walker með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:07 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Shane Burgos sigraði Makwan Amirkhani með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:32 í 3. lotu.
Millivigt: Edmen Shahbazyan sigraði Brad Tavares með rothöggi (head kick) eftir 2:27 í 1. lotu.
Þungavigt: Jairzinho Rozenstruik sigraði Andrei Arlovski með rothöggi (punch) eftir 29 sekúndur í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Hentivigt (127,2 pund): Katlyn Chookagian sigraði Jennifer Maia eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Lyman Good sigraði Chance Rencountre með tæknilegu rothöggi eftir 2:03 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Hakeem Dawodu sigraði Julio Arce eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular