UFC 246 fór fram í Las Vegas í nótt. Donald Cerrone og Conor McGregor mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Það tók Conor McGregor aðeins 40 sekúndur að klára Donald Cerrone. Conor blóðgaði og vankaði Cerrone með axlarhöggum úr „clinchinu“ snemma og fylgdi því eftir með hásparki sem felldi Cerrone. Í gólfinu lét Conor höggin dynja á Cerrone og stöðvaði dómarinn bardagann. Auðveldur sigur hjá Conor.
Holly Holm sigraði Raquel Pennington í mjög leiðinlegum bardaga en bardaginn var afar tíðindalítill. Carlos Diego Ferreira átti mjög góða frammistöðu þegar hann kláraði Anthony Pettis í 2. lotu og nældi sér í stærsta sigur ferilsins. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins
Veltivigt: Conor McGregor sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi (head kick, shoulders strikes and punches) eftir 40 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Holly Holm sigraði Raquel Pennington eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 30-27).
Þungavigt: Aleksei Oleinik sigraði Maurice Greene með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:38 í 2. lotu.
Bantamvigt: Brian Kelleher sigraði Ode Osbourne með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:49 í 1. lotu.
Léttvigt: Carlos Diego Ferreira sigraði Anthony Pettis með uppgjafartaki (neck crank) eftir 1:46 í 2. lotu.
ESPN upphitunarbardagar:
Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi sigraði Maycee Barber eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Sodiq Yusuff sigraði Andre Fili eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Askar Askarov sigraði Tim Elliott eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Drew Dober sigraði Nasrat Haqparast með tæknilegu rothöggi eftir 1:10 í 1. lotu.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Léttþungavigt: Aleksa Camur sigraði Justin Ledet eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Sabina Mazo sigraði JJ Aldrich eftir klofna dómaraákvörðun.