0

UFC 252 Embedded: 1. þáttur

UFC 252 fer fram á laugardaginn í Las Vegas. Þungavigtartitillinn verður í húfi en fyrsti Embedded þátturinn fyrir bardagakvöldið er kominn út.

Í þættinum fáum við að sjá Daniel Cormier taka þrekæfingar í sundlauginni heima hjá sér. Þetta verður síðasti bardagi ferilsins hjá Cormier en hann er þegar búinn að finna nýtt áhugamál og er byrjaður í golfi eins og sést í þættinum.

Sean O’Malley mætir Marlon Vera á laugardaginn en hann æfir í vöruskemmu þessa dagana. Stipe Miocic er með góða æfingaaðstöðu heima hjá sér sem kemur sér vel í heimsfaraldrinum.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.