spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 256 úrslit

UFC 256 úrslit

UFC 256 fór fram í Las Vegas í nótt. Bardagakvöldið var frábært en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Aðalbardagi kvöldsins var einfaldlega frábær skemmtun og verður minnst sem einn besti bardagi ársins. Deiveson Figueiredo og Brandon Moreno fóru í algjört fimm lotu stríð sem endaði í jafntefli.

Figueiredo byrjaði af krafti og náði þungum höggum en Moreno stóð þetta allt af sér. Moreno svaraði vel fyrir sig á köflum og náði nokkrum fellum.

Figueiredo potaði í auga Moreno og sparkaði síðan í klof hans í 3. lotu með þeim afleiðingum að dómarinn ákvað að taka eitt stig af Figueiredo. Figueiredo vann þrjár lotur að mati tveggja dómara en þar sem stig var tekið af honum endaði þetta 47-47 hjá tveimur dómurum. Figueiredo heldur því beltinu en jafntefli var niðurstaðan.

Eftir bardagann kvaðst Figueiredo hafa verið á spítala í nótt eftir að hafa fengið einhvers skonar sýkingu eða matareitrun. Hann barðist þó frábærlega í nótt en vill fá lengri undirbúning áður en hann mætir Moreno aftur.

Charles Oliveira átti bestu frammistöðu ferilsins þegar hann sigraði Tony Ferguson eftir dómaraákvörðun. Oliveira var miklu betri en Ferguson og var kominn með armlás í lok 1. lotu. Ferguson neitaði að gefast upp en lásinn var hættulegur og sennilega hefur Ferguson hlotið einhvern skaða í olnbogann eftir uppgjafartakið. Ferguson komst aldrei í gang og stjórnaði Oliveira honum allar þrjár loturnar. Frábær frammistaða hjá Charles Oliveira.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fluguvigt: Deiveson Figueiredo og Brandon Moreno háðu jafntefli (majority) (48–46, 47–47, 47–47).
Léttvigt: Charles Oliveira sigraði Tony Ferguson eftir dómaraákvörðun (30–26, 30–26, 30–26).
Strávigt kvenna: Mackenzie Dern sigraði Virna Jandiroba eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).
Millivigt: Kevin Holland sigraði Ronaldo Souza með rothöggi (punch) eftir 1:45 í 1. lotu.
Þungavigt: Ciryl Gane sigraði Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi (elbow) eftir 2:34 í 2. lotu.

ESPN2 / ESPN+) upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Cub Swanson sigraði Daniel Pineda með rothöggi (punches) eftir 1:52 í 2. lotu.
Léttvigt: Rafael Fiziev sigraði Renato Moicano með rothöggi (punches) eftir 4:05 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Gavin Tucker sigraði Billy Quarantillo eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Tecia TorressigraðiSam Hughes með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 5:00 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Chase Hooper sigraði Peter Barrett með uppgjafartaki (heel hook) eftir 3:02 í 3. lotu. 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular