spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 267 úrslit

UFC 267 úrslit

UFC 267 fór fram fyrr í kvöld á besta tíma í Abu Dhabi. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Glover Teixeira er nýr léttþungavigtarmeistari UFC. 42 ára gamall! Teixeira hengdi Blachowicz í 2. lotu og var einfaldlega betri í kvöld.

Cory Sandhagen byrjaði vel gegn Petr Yan en Yan bætti í þegar leið á bardagann. Yan sigraði eftir einróma dómaraákvörðun í frábærum bardaga.

Khamzat Chimaev fékk aðeins 1 högg í sig gegn Li Jingliang og tók Li niður á fyrstu sekúndum bardagans. Hann lét höggin dynja á honum og læsti svo hengingunni þegar 1. lota var rúmlega hálfnuð. Aftur miklir yfirburðir og virðist hann hreinlega vera óstöðvandi. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Jan Błachowicz með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:02 í 2. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt: Petr Yan sigraði Cory Sandhagen eftir dómaraákvörðun (49–46, 49–46, 49–46).
Léttvigt: Islam Makhachev sigraði Dan Hooker með uppgjafartaki (kimura) eftir 2:25 í 1. lotu.
Þungavigt: Alexander Volkov sigraði Marcin Tybura eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).
Veltivigt: Khamzat Chimaev sigraði Li Jingliang með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:16 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Magomed Ankalaev sigraði Volkan Oezdemir eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Amanda Ribas sigraði Virna Jandiroba eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt:  Zubaira Tukhugov sigraði Ricardo Ramos eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Albert Duraev sigraði Roman Kopylov eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos sigraði Benoît St. Denis eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Michał Oleksiejczuk sigraði Shamil Gamzatov með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 3:31 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Lerone Murphy sigraði Makwan Amirkhani með rothöggi (knee) eftir 14 sekúndur í 2. lotu.
Millivigt: Andre Petroski sigraði Hu Yaozong með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:46 í 3. lotu.
Fluguvigt: Tagir Ulanbekov sigraði Allan Nascimento eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular