Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 299 - Hefnd O'Malley og Franski Hermaðurinn

UFC 299 – Hefnd O’Malley og Franski Hermaðurinn

Sean O’Malley kallaði eftir Marlon Vera beint eftir að hann vann beltið af Aljamain Sterling í ágúst í fyrra. Á þeirri stað og stund var umdeilt hvort að Marlon Vera væri í raun og veru næstur í röðinni fyrir beltið, en Sean vissi hvað hann vildi og hann vildi mæta Marlon Vera. 

Eins og flestir vita, þá er það ekki algjörlega úr lausu lofti gripið. Þessi viðureign er endurleikur milli þeirra tveggja. O’Malley og Vera mættust árið 2020 og sigraði Vera eftir að hafa hitt fótaparki sem lenti í taug og varð til þess að vinstri fóturinn hans Sean O’Malley hálf óvirkur í kjölfarið. Það reyndist vera upphafið að endanum hjá Sean O’Malley sem hafði upp að því verið að dómínera bardagann, en gat ekki barist með hálf lamaðan fót. Bardaginn gegn Marlon Vera er eina tapið hans Sean O’Malley á ferlinum og er laugardagurinn hans tækifæri til að laga það sem fór svo herfilega rangt. Marlon Vera var kannski ekki næstur í röðinni fyrir beltið, en þessi bardagi er líklega fyrirgefanlegur út frá forsögunni. #Sorry Sandhagen

Sean O’Malley mætti mjög hress og glimrandi fínn á blaðamannafundinn og kallaði Marlon Vera pinata eða köttinn í tunnunni. Það virðist ekki vera erfiðasta verkefni heimsins að lenda höggum á Vera fyrir þá sem eru nett ágætir í höndunum, og greinilegt að O’Malley telur sig hafa hendurnar í verkið.

Þrátt fyrir frekar neikvætt í umtal í kringum Marlon Vera fyrir bardagann þá á hann meira skilið en hann fær hrós fyrir. Marlon Vera hefur tapað einum bardaga á síðastliðnum 3 árum sem telur 5 sigra og 1 tap. Tapið kemur gegn Cory Sandhagen sem flestir eru sammála um að eiga meira tilkall í beltið en Marlon.

Er Benoit með sýkingu?

Ef að þú varst að velta fyrir þér hvernig ætti að stafa “Cold hard motherfucker” þá er það B-E-N-O-I-T og borið fram með frönskum hreim. Benoit er fyrrum hermaður og sinnti hernaðar skildu fyrir hönd Frakklands á vesturströnd Afríku áður en hann hóf MMA ferilinn sinn. Hefur Benoit drepið mann? – Já, líklega. Hefur Benoit verði að berja menn í UFC?- Já, þokkalega!

Mesta umræðan hérna snýr að því hvort að ákveðin kynslóðaskipti sé að eiga sér stað. Það er farið að hægjast á Dustin Poirier. Dustin er orðinn 35 ára gamall, hann barðist einu sinni í fyrra og hitt í fyrra og var í síðasta bardaga rotaður hrikalega illa af Justin Gaethje. Dustin hefur líka ýjað að því að hann sé tilbúinn að leggja hanskana á hilluna og skilja við bardagaleikinn. Dustin Poirier myndi þá skilja við UFC sem hæfileikaríkasti léttvigtar keppandinn sem aldrei varð meistari, en hann var vissulega Interim meistari eftir sigur á Max Holloway.

Það spruttu upp myndir á X sem bentu til þess að Benoit væri með sýkingu (e. Staph). Það er alvitað að það er hrikalega erfitt að berjast bardaga með staph sýkingu og gæti þetta haft mikil áhrif á bardagann ef satt reynist. Dæmi menn fyrir sig sjálfa –  En verstu myndirnar sýna “holu” í andlitinu hans Benoit. Það voru líka greinileg ummerki um einskonar sýkingu þegar Benoit af vigtinni.

Er Benoit með sýkingu?

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular