Thursday, July 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxJoshua rotaði Ngannou í 2. Lotu! 

Joshua rotaði Ngannou í 2. Lotu! 

Viðureign Anthony Joshua og Ngannou fór fram rétt yfir miðnætti í nótt. Það tók ekki langan tíma fyrir Joshua að sýna reynslubilið á milli þeirra og tókst Joshua að finna rothöggið í annarri lotu og sendi Ngannou í aðra vídd með rosalegri hægri hendi! 

Ngannou byrjaði bardagann vel og sýndi flottan vinstri krók og jabb. Eftir tvær mínútur ákvað Francis Ngannou að skipta yfir í Southpaw,  sem reyndist vægast sagt léleg ákvörðun og var Ngannou sleginn niður í fyrsta skiptið nokkrum sekúndum eftir að hafa skipt um stöðu. Það reyndist vera upphafið af endanum. 

Í annarri lotu tókst Joshua að slá Ngannou niður með hægri yfirhandarhöggi yfir jabb frá Francis. Ngannou vankaðist illa og fékk talningu. Bardaginn var látinn halda áfram og tók það Joshua örfáar sekúndur að steinrota Ngannou með beinni hægri inn um miðjuna. 

Ngannou lá steinrotaður á gólfinu í nokkrar mínútur og Anthony Joshua stóð uppi sem sigurvegari.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular