UFC hefur verið á yfirsnúning við að bóka bardaga á næstu bardagakvöld. Fjölmargir bardagar frestuðust vegna kórónaveirunnar en hér má sjá dagskrá næstu vikna.
UFC er með bardagakvöld næstu fimm helgar og hafa verið að staðfesta bardaga á viðburðina. Í síðustu viku voru örfáir bardagar staðfestir en nú er allt annað að sjá dagskrá bardagakvöldanna. Margir bardagar áttu að vera á bardagakvöldum fyrr á árinu en var frestað vegna kórónaveirunnar.
Aðeins tveir titilbardagar eru staðfestir fyrir næstu viku. Amanda Nunes mætir Felicia Spencer um fjaðurvigtartitil kvenna á UFC 250 og Joseph Benavidez mætir Deiveson Figueirado í júlí.
Það vantar aðalbardaga kvöldsins á tvo viðburði í júní en að öllum líkindum munu þeir Dan Hooker og Dustin Poirier mætast í aðalbardaganum þann 27. júní.
Næsta bardagakvöld UFC verður í Apex æfingaaðstöðu UFC en gera má ráð fyrir að næstu bardagakvöld UFC verði það einnig þó það hafi ekki enn verið staðfest af UFC. Bardagaeyjan gæti einnig orðið að veruleika en lítið hefur heyrst af mögulegum bardögum þar enn sem komið er.
Svona er dagskráin næstu vikur miðað við þá bardaga sem hafa verið staðfestir nýlega.
30. maí – UFC Fight Night: Woodley vs. Burns, Las Vegas
Tyron Woodley gegn Gilbert Burns
Blagoy Ivanov gegn Augusto Sakai
Kevin Holland gegn Daniel Rodriguez
Roosevelt Roberts gegn Brok Weaver
Mackenzie Dern gegn Hannah Cifers
Katlyn Chookagian gegn Antonina Shevchenko
Billy Quarantillo gegn Spike Carlyle
Jamahal Hill gegn Klidson Abreu
Tim Elliott gegn Brandon Royval
Louis Smolka gegn Casey Kenney
Chris Gutiérrez gegn Vince Morales
6. júní – UFC 250, staðsetning ókunn
Titilbardagi: Amanda Nunes gegn Felicia Spencer
Aljamain Sterling gegn Cory Sandhagen
Raphael Assuncao gegn Cody Garbrandt
Neil Magny gegn Anthony Rocco Martin
Jussier Formiga gegn Alex Perez
Ian Heinisch gegn Gerald Meerschaert
Charles Byrd gegn Maki Pitolo
Alex Caceres gegn Chase Hooper
Alonzo Menifield gegn Devin Clark
Sean O’Malley gegn Eddie Wineland
13. júní – UFC Fight Night: Eye vs. Calvillo, staðsetning ókunn
Jessica Eye gegn Cynthia Calvillo
Andre Fili gegn Charles Jourdain
Marvin Vettori gegn Karl Roberson
Julia Avila gegn Karol Rosa
Ariane Lipski gegn Luana Carolina
Jordan Espinosa gegn Mark De La Rosa
Mariya Agapova gegn Melissa Gatto
Tyson Nam gegn Ryan Benoit
20. júní – UFC Fight Night: TBA vs. TBA, staðsetning ókunn
Roxanne Modafferi gegn Lauren Murphy
Josh Emmett gegn Shane Burgos
Lyman Good gegn Belal Muhammad
Raquel Pennington gegn Marion Reneau
Tecia Torres gegn Brianna van Buren
Courtney Casey gegn Gillian Robertson
Marc-Andre Barriault gegn Oskar Piechota
27. júní – UFC Fight Night: TBA vs. TBA, staðsetning ókunn
Aspen Ladd gegn Sara McMann
Jennifer Maia gegn Viviane Araujo
Maurice Greene gegn Gian Villante
11. júlí – UFC 251, staðsetning ókunn
Amanda Ribas gegn Paige VanZang
Shamil Abdurakhimov gegn Ciryl Gane
Pedro Munhoz gegn Frankie Edgar
18. júlí – UFC Fight Night: TBA vs. TBA, staðsetning ókunn
Deiveson Figueiredo gegn Joseph Benavidez
Alexandra Pantoja gegn Askar Askarov