0

Jon Jones: UFC vill ekki borga fyrir ofurbardaga á milli mín og Ngannou

Jon Jones hefur sagt að hann vilji mæta Francis Ngannou í þungavigt. Miðað við tíst hans í gærkvöldi eru samningaviðræður ekki að ganga vel.

Léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones hefur talað mikið um að fara upp í þungavigt til að mæta Francis Ngannou. Jones átti viðræður við UFC í gær og greindi frá því að UFC hefði ekki verið tilbúið að gefa honum hærri laun fyrir þungavigtarbardagann heldur en hann fengi fyrir titilbardaga í léttþungavigt.

Jones virtist vonsvikinn með svar UFC og ýjaði að því að hann myndi ekki berjast næstu 1-2 árin.

Jones var þó ekki lengi með hanskana á hillunni og virðist vera tilbúinn í næstu titilvörn gegn Jan Blachowicz í léttþungavigt.

Bardagi Jones og Ngannou yrði risastór en Jones hefur aldrei barist í þungavigt áður. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt en vill einungis fara upp ef hann fær hærri grunnlaun fyrir bardagann.

Ngannou hefur verið á ótrúlegu skriði undanfarið og klárað fjóra bardaga í röð með rothöggi í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.