0

Óvissa um næstu bardagakvöld UFC

Eftir þrjá vel heppnaða viðburði í Jacksonville í síðustu viku ríkir meiri óvissa um næstu viðburði UFC. Fáir bardagar eru staðfestir og ekki vitað hvar næstu bardagakvöld verða.

UFC vélin fór á fullt með þremur bardagakvöldum á átta dögum í Jacksonville. Bardagarnir voru skemmtilegir en samtals 32 bardagar fóru fram á bardagakvöldunum.

Framtíðin er í meiri óvissu en næsta bardagakvöld verður þann 30. maí. Þeir Gilbert Burns og Tyron Woodley verða í aðalbardaga kvöldsins en ekki er vitað hvar bardagakvöldið verður. Arizona opnaði nýlega dyr sínar fyrir íþróttir í fylkinu og er fylkið mögulegur áfangastaður en UFC vill halda bardagakvöldin í Apex æfingaaðstöðunni sinni. Las Vegas hefur þó ekki enn gefið grænt ljós á að halda íþróttaviðburði í fylkinu.

Það virðist allt velta á hvað Las Vegas gerir en fjölmörg bardagakvöld UFC eru án staðsetningar og með örfáa bardaga. Svona er dagskrá næstu vikna hjá UFC.

23. maí
UFC Fight Night: Woodley vs. Burns
Staðsetning: Ekki vitað
4 staðfestir bardagar

6. júní
UFC 250
Staðsetning: Ekki vitað
5 staðfestir bardagar

13. júní
UFC Fight Night: TBD vs. TBD
Staðsetning: Ekki vitað
3 staðfestir bardagar

20. júní
UFC Fight Night: Blaydes vs. Volkov
Staðsetning: Ekki vitað
3 staðfestir bardagar

27. júní
UFC Fight Night: TBD vs. TBD
Staðsetning: Ekki vitað
3 staðfestir bardagar

11. júlí
UFC 251
Staðsetning: Ekki vitað
1 staðfestur bardagi

Um leið og Las Vegas leyfir UFC að halda bardagakvöld í ríkinu fara hjólin eflaust á fullt. Ef UFC þarf að leita annað þurfa bardagamiðlar UFC, þeir Sean Shelby og Mick Maynard, að vinna hratt enda fáir staðfestir bardagar á öllum bardagakvöldunum.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.