Þeir sem vilja krydda UFC upplifunina geta gengið skrefinu lengra og lagt smá undir. Það getur gert kvöldið meira spennandi en við erum auðvitað ekki að mælast til að fólk setji háar fjárhæðir undir. Stuðlarnir hér að neðan koma af vefsíðunni William Hill. Rýnum snöggvast í þá og sjáum hvort það séu einhver tækifæri. Stuðlarnir er að mestu leyti eins og búast mátti við. Machida er talinn líklegri til sigur en Munoz og því er stuðullinn ekki hár á honum. Ef menn hafa trú á Munoz má setja smá á hann en persónulega hef ég ekki trú á að hann geti unnið. Pearson vs. Guillard er hinsvegar tvísýnni bardagi, hér er tækifæri til að veðja á Pearson. Eins er tækifæri að veðja á Jimmo en hann á nokkuð góða möguleika ef hann nær bardaganum í gólfið. Tuck er annar möguleiki en hann þarf bara að ná Parke í gólfið og þá er hann ekki ólíklegur til sigur. Fleira spenanndi sé ég ekki í spilunum. Auk þessa er hægt að veðja á hvaða bardagi verður bardagi kvöldsins. Ef þið setjið t.d. 5 pund á Harris vs. Linaker og vinnið fáið þið 50 pund. Hér er hlekkur fyrir þá sem vilja freista gæfunnar: Þeir sem vilja freista gæfunnar geta farið á heimasíðu William Hill hér.
Myndi halda að Pearson vs. Guillard sé gott bet, Guillard er svo mistækur á pappír ætti hann að vinna en maður veit aldrei með hann.