spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Fight Night: Holm vs. Correia úrslit

UFC Fight Night: Holm vs. Correia úrslit

Holly Holm Bethe Correa UFC Fight NightUFC hélt bardagakvöld í Singapúr fyrr í dag þar sem þær Holly Holm og Bethe Correia mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslitin úr bardögunum.

Bardagarnir voru snemma á ferð hér á Íslandi og því kannski skrítið að kalla þetta bardagakvöld. Holly Holm kláraði Bethe Correia í aðalbardaganum eftir rothögg í 3. lotu með glæsilegu hásparki. Nákvæmlega ekkert gerðist í bardaganum fram að rothögginu en aðeins níu högg hittu í 1. lotu hjá báðum keppendum til samans. Þetta var afar kærkominn sigur fyrir Holm sem hafði tapað þremur bardögum í röð.

Dong Hyun Kim átti slaka frammistöðu gegn Colby Covington og fór Bandaríkjamaðurinn með sigur af hólmi í Singapúr. Hans fjórði sigur í röð og bað hann um titilbardaga eftir sigurinn en Covington er ekki á topp 15 styrkleikalistanum í UFC. Hér má sjá öll úrslit bardagakvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt kvenna: Holly Holm sigraði Bethe Correia með rothöggi (háspark) eftir 1:09 í 3. lotu.
Þungavigt: Marcin Tybura sigraði Andrei Arlovski eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Colby Covington sigraði Dong Hyun Kim eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Rafael dos Anjos sigraði Tarec Saffiedine eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar kvöldsins:

Léttvigt: Jon Tuck  sigraði Takanori Gomi með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:12 í 1. lotu.
Þungavigt: Walt Harris sigraði Cyril Asker með tæknilegu rothöggi eftir 1:44 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Alex Caceres sigraði Rolando Dy með tæknilegu rothöggi (læknir stöðvaði bardagann) eftir 2. lotu.
Fluguvigt: Ulka Sasaki sigraði Justin Scoggins með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:19 í 2. lotu.
Veltivigt: Li Jingliang sigraði Frank Camacho eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Russell Doane sigraði Kwan Ho Kwak með rothöggi eftir 4:09 í 1. lotu.
Hentivigt (131 pund): Naoki Inoue sigraði Carls John de Tomas eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Lucie Pudilová sigraði Ji Yeon Kim eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular