0

Cyborg mætir Megan Anderson um fjaðurvigtartitil kvenna á UFC 214

Cris ‘Cyborg’ Justino mætir Megan Anderson um fjaðurvigtartitil kvenna á UFC 214. Þetta verður fyrsti bardagi Cyborg í fjaðurvigtinni í UFC.

UFC 214 fer fram þann 29. júlí í Kaliforníu en þeir Jon Jones og Daniel Cormier verða í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en MMA Fighting hefur heimildir fyrir því að staðfesting frá UFC komi fljótlega.

Þær Cyborg og Anderson hafa báðar óskað eftir að fá að berjast gegn hvor annarri og virðist sem UFC ætli að veita þá ósk. Anderson er fjaðurvigtarmeistari Invicta og átti að verja þann titil þann 15. júlí. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Anderson láti Invicta beltið af hendi á þessari stundu.

Ríkjandi fjaðurvigtarmeistari kvenna er enn Germaine de Randamie. Hún hefur hins vegar opinberlega gefið það út að hún vilji ekki mæta Cyborg og væri tilbúin að láta beltið af hendi. Hún mun líklegast vera svipt titlinum og fer hún sennilega aftur niður í bantamvigt.

Cyborg hefur hingað til barist í 140 punda hentivigt í UFC en sá niðurskurður hefur reynst henni of erfiður. Það verður gaman að sjá Cyborg loksins í sínum þyngdarflokki í UFC en samband UFC og Cyborg hefur oft á tíðum verið erfitt.

Þetta er aðeins annar bardaginn sem UFC setur saman í fjaðurvigt kvenna og verður áhugavert að sjá hvernig þyngdarflokkurinn mun þróast. Með tilkomu Megan Anderson eru nú þrjár konur í fjaðurvigtinni (Cyborg, Germaine de Randamie og Megan Anderson).

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply