spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Fight Night: Swanson vs. Lobov úrslit

UFC Fight Night: Swanson vs. Lobov úrslit

UFC var með bardagakvöld í Nashville í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Cub Swanson og Artem Lobov en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Það kom fáum á óvart þegar Cub Swanson sigraði Artem Lobov en sá síðarnefndi átti engu að síður góða frammistöðu og getur gengið stoltur frá borði. Al Iaquinta kláraði Diego Sanchez með rothöggi og þá átti Mike Perry eitt af rothöggum ársins þegar hann rotaði Jake Ellenberger með olnboga.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Cub Swanson sigraði Artem Lobov eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Al Iaquinta sigraði Diego Sanchez með rothöggi eftir 1:38 í 1. lotu.
Hentivigt (210 pund): Ovince Saint Preux sigraði Marcos Rogério de Lima með uppgjafartaki (Von Flue choke) eftir 2:11 í 2. lotu.
Bantamvigt: John Dodson sigraði Eddie Wineland eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Stevie Ray sigraði Joe Lauzon eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Mike Perry sigraði Jake Ellenberger með rothöggi (olnbogi) eftir 1:05 í 2. lotu.

Fox Sports 2 upphitunarbardagar

Millivigt: Thales Leites  sigraði Sam Alvey eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Brandon Moreno sigraði Dustin Ortiz með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:06 í 2. lotu.
Léttvigt: Scott Holtzman sigraði Michael McBride eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Danielle Taylor sigraði Jessica Penne eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Bantamvigt kvenna: Alexis Davis sigraði Cindy Dandois eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Bryan Barberena sigraði Joe Proctor með tæknilegu rothöggi eftir 3:30 í 1. lotu.
Fluguvigt: Hector Sandoval sigraði Matt Schnell með rothöggi eftir 4:24 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular