spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC fjármál: Tekjur

UFC fjármál: Tekjur

dana-white-and-fertitta-brothers

UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.

MMA aðdáendur hafa kannski ekki mikinn áhuga að reikningsskilum en upplýsingar um fjárhag UFC er lykilatriði í umræðu um kjaramál bardagamanna. Spurningin eilífa um hvort bardagamenn séu að fá sanngjarna sneið af kökunni er nær því að vera svarað en nokkru sinni fyrri. Upplýsingarnar birti MMA fréttasíðan Bloody Elbow núna á dögunum. Birtar verða þrjár greinar um fjármál UFC en sú fyrsta fjallaði um tekjur. Greinina má finna hér.

Það er skýrt tekið fram í greininni að upplýsingum er púslað saman úr hinum ýmsu áttum. Það er því um nálgun að ræða, ekki nákvæmar tölur. Fyrir þá sem ekki vita var félagið keypt á tvær milljónir dollara árið 2001 af Zuffa LLC. sem er í eigu bræðranna Frank og Lorenzo Fertitta. Dana White hefur verið lykilstjórnandi frá upphafi og á 10% hlut í félaginu á móti bræðrunum.

Í grein Bloody Elbow eru tekjur UFC raktar frá árinu 2001 til 2014 (sjá nánar á mynd að neðan). Fyrstu fimm árin voru erfið en eins og frægt er orðið töpuðu Fertitta bræðurnir háum fjárhæðum fyrstu árin, eða um 34 milljónum dollara fyrstu fjögur árin ef marka má Wikipedia. Undanfarin þrjú ár hafa tekjur á ári verið í kringum 500 milljónir dollarar.

tekjur1

Án þess að kafa of djúpt ofan í hlutina er áhugavert að sjá hvernig tekjumódel UFC hefur breyst í gegnum tíðina. Við það að gera stóran sjónvarpssamning við Fox hafa þeir minna þurft að treysta á „Pay per view“ sölur en árið 2014 voru til að mynda færri slíkar sölur en árið 2006.

Það sem vekur mesta athygli í grein Bloody Elbow er upplýsingar um hlut tekna sem renna til bardagamanna og samanburður við aðrar íþróttagreinar í Bandaríkunum. Áætlað er að bardagamenn fái um 16% tekna eða miklu lægra hlutfall en gengur og gerist í öðrum greinum svo sem NBA og NFL. Gróft reiknað, ef tekjur eru sléttar 500 milljónir dollarar (um 63 milljarðar króna) og bardagamenn eru 536 talsins (núverandi tala) þá er meðal bardagamaðurinn að fá um 18,8 m.kr. á ári í laun.

tekjur2

Það er mikilvægt að hafa í huga þegar talað er um fjármál fyrirtækja að öll myndin þarf að liggja fyrir áður en raunverulegur samanburður getur átt sér stað. Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana. Hafa ber einnig í huga að MMA er ung íþrótt í uppbyggingu og beinn samanburður við rótgrónar greinar kann að vera ósanngjarn. Þessi umfjöllun um tekjur er aðeins fyrsta skrefið, hver veit hvert þetta leiðir okkur?

BloodMoney

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular