Friday, April 12, 2024
HomeErlentJoseph Duffy rotaðist á laugardaginn

Joseph Duffy rotaðist á laugardaginn

firas zahabiJoseph Duffy fékk heilahristing aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga sinn gegn Dustin Poirier. Samkvæmt læknisráði ákvað UFC að banna honum að keppa.

Fyrstu fréttir hermdu að Duffy hefði rotast á æfingu í Dublin fyrr í vikunni. Efasemdir spruttu upp um hvað í ósköpunum Duffy hefði verið að gera svona skömmu fyrir bardaga. Firas Zahabi, yfirþjálfari Tristar í Kanada, sagði í samtali við MMA Fighting að Duffy hefði rotast á laugardaginn.

Duffy hefur æft hjá Tristar um tíma og er venjan þar að taka síðustu „sparr“ æfinguna á laugardegi, viku fyrir bardagann. Því miður fyrir Duffy rotaðist hann á æfingunni og getur því ekki keppt nú á laugardaginn. Rothöggið var svo kallað „flash knockout“ þar sem fæturnir gefa sig skyndilega eftir þungt högg. Vika er ekki nógu langur tími til að jafna sig á rothöggi.

Í stað Duffy og Poirier verður aðalbardaginn á milli Paddy Holohan og Louis Smolka.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular