0

UFC 195 tekur á sig veglega mynd

ufc 195 lawler conditÞað stefnir allt í stórgóða veislu þann 2. janúar þegar UFC 195 fer fram. Robbie Lawler mun verja titilinn gegn Carlos Condit en UFC tilkynnti einnig tvo afar spennandi bardaga fyrr í dag.

Upphaflega áttu þeir Condit og Lawler að mætast á UFC 193 í nóvember en vegna meiðsla meistarans Lawler var bardaganum frestað. Þetta verður önnur titilvörn Lawler en hann sigraði Rory MacDonald á UFC 189 í júlí í ótrúlegum bardaga.

Í gær tilkynnti UFC að þungavigtarmennirnir Stipe Miocic og Andrei Arlovski munu berjast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þetta eru ákveðin vonbrigði fyrir Ben Rothwell en hann átti að mæta Miocic í Dublin á laugardaginn en Miocic gat ekki barist vegna meiðsla.

Tveir spennandi bardagar í veltivigtinni voru tilkynntir í dag. Stephen ‘Wonderboy’ Thompson mætir Neil Magny en Thompson var orðaður við Gunnar Nelson um tíma. Thompson fær verðugan andstæðing í Magny en báðir eru þeir á topp 15 í veltivigtinni (Thompson í 9. og Magny í því 12).

Þá munu þeir Albert Tumenov og Lorenz Larkin mætast í hörku viðureign. Báðir eru frábærir standandi og gæti þetta orðið einn besti bardagi kvöldsins.

albert tumenov

Tumenov rotar Alan Jouban.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.