spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC on Fox 23: Road to the Ocatgon

UFC on Fox 23: Road to the Ocatgon

Skemmtilegt bardagakvöld fer fram á laugardaginn í Denver. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Julianna Pena og Valentina Shevchenko í mikilvægum bardaga.

Aðalbardagi kvöldsins er afar þýðingarmikill fyrir bantamvigt kvenna enda mun sigurvegarinn að öllum líkindum fá næsta titilbardaga gegn Amöndu Nunes.

Bardagakvöldið verður sýnt á Fox sjónvarpsstöðinni og líkt og venjan er fyrir þau bardagakvöld var sérstakur upphitunarþáttur, Road to the Octagon, sýndur í gær. Hann er nú kominn á netið en þar fáum við aðeins að kynnast bardagaköppunum í síðustu þremur bardögum kvöldsins.

Bardagakvöldið fer fram á kunnuglegum slóðum en UFC 1 fór einmitt fram í Denver í nóvember 1993.

https://www.youtube.com/watch?v=ct38v7_Dn50

Kúrekinn skemmtilegi Donald Cerrone mætir Jorge Masvidal í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

https://www.youtube.com/watch?v=V69WmzlSf40

Þungavigtarmaðurinn efnilegi Francis Ngannou fær stórt tækifæri á laugardaginn þegar hann mætir gamla brýninu Andrei Arlovski.

https://www.youtube.com/watch?v=CFZjQ2UrWIQ

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular