0

Amanda Nunes ætlar að hætta eftir tvo til þrjá bardaga

Bantamvigtarmeistari kvenna, Amanda Nunes, ætlar að hætta eftir tvo til þrjá bardaga. Þetta sagði hún í viðtali við SportsCenter á dögunum.

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey á UFC 207 í fyrra en það var hennar fyrsta titilvörn í UFC. Hún var á dögunum á smá fjölmiðlatúr þar sem hún mætti í viðtöl á ESPN og Fox Sports svo fátt eitt sé nefnt.

Í einu viðtalanna við SportsCenter talaði hún um að henni langi að hætta fljótlega. „Ég veit ekki [hvenær ég mun hætta], kannski eftir tvo bardaga? Þrjá eða tvo bardaga í viðbót, mig langar í fjölskyldu,“ sagði Nunes.

Hin 28 ára Nunes langar þó að komast fyrst á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta konan sem vinnur belti í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Þær Germaine de Randamie og Holly Holm berjast um fjaðurvigtartitil kvenna í febrúar en það verður fyrsti bardaginn í nýstofnaðri fjaðurvigt kvenna í UFC. Nunes langar að næla sér í fjaðurvigtarbeltið líka.

Fyrst þarf hún eflaust að verja titil sinn í bantamvigtinni en hún mun sennilega mæta sigurvegaranum úr viðureign Julianna Pena og Valentinu Shevchenko sem fer fram á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply