spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Glasgow: Gunnar rotaður í 1. lotu

UFC Glasgow: Gunnar rotaður í 1. lotu

Gunnar Nelson var rotaður í 1. lotu gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í Skotlandi í kvöld. Þetta er fyrsta tap Gunnars eftir rothögg.

Gunnar Nelson byrjaði bardagann ágætlega og náði tveimur fínum höggum inn og datt Ponzinibbio aðeins úr jafnvægi.

Skömmu síðar át Gunnar þunga beina hægri frá Ponzinibbio og missti jafnvægið. Gunnar bakkaði að búrinu og þar lét Ponzinibbio höggin dynja á okkar manni áður en Gunnar var sleginn niður með þungu höggi. Ponzinibbio fylgdi því eftir með höggum í gólfinu en þarna var bardaginn bara búinn eftir 1:24 í 1. lotu.

Ponzinibbio fagnaði eins og óður maður en Gunnar var í smá stund að átta sig á hvað hafði gerst. Ponzinibbio sagði í viðtalinu í búrinu að Gunnar væri harður, hann fíli stílinn hans og að þetta hefði verið stórt próf fyrir sig.

Allir Skotarnir nema einn töpuðu sínum bardögum og Gunnar tapaði í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular