0

UFC Köben: Jack Shore og Marc Diakiese með sigur

UFC Köben er byrjað! Í fyrsta bardaga kvöldsins sigraði hinn ósigraði Jack Shore frá Wales Nohelin Hernandez með “rear naked choke” í þriðju lotu. Shore vann fyrstu tvær loturnar nokkuð örugglega. í þeirri þriðju var hann búinn að mýkja Hernandez og náði loks uppgjafartakinu. Shore er greinilega efnilegur náungi sem er vert að fylgjast með.

Lando Vannata og Marc Diakiese mættust í öðrum bardaga kvöldsins. Bardaginn var að mestu skemmtileg skák tveggja sparkbox snillinga. Diakiese virtist þó alltaf vera skrefi á undan Vannata sem skilaði honum öruggum sigri á stigum.

Þær Lina Lansberg og Macy Chiasson mættust í þriðja bardaga kvöldsins. Bardaginn einkenndist af hnoði og stöðubaráttu, ekki mikið fyrir augað en báðar eyddu mikilli orku og reyndu sitt besta. Að lokum var það Lansberg sem hirti sigurinn á stigum.

Óskar Örn Árnason

Óskar Örn Árnason

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.