spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC lætur 6 bardagamenn fara

UFC lætur 6 bardagamenn fara

Mynd: Snorri Björns.

UFC ákvað greinilega að taka aðeins til um helgina en sex bardagamenn fengu sparkið. Flestir áttu það sameiginlegt að vera á taphrynu en einn bardagamannanna var á topp 15 styrkleikalistanum.

Það var ekkert UFC bardagakvöld um síðustu helgi en bardagasamtökin nýttu greinilega tímann í að taka aðeins til. Elias Theodorou, Wilson Reis, Marcelo Golm, Eric Shelton, Abdul-Kerim Edilov og Dmitrii Smoliakov eru ekki lengur með samning við UFC.

Það sem kemur kannski helst á óvart er að Elias Theodorou er látinn fara þrátt fyrir að vera 8-3 á ferli sínum í UFC. Theodorou tapaði síðast fyrir Derek Brunson í maí en hann hafði þar áður unnið þrjá bardaga í röð og var á topp 15 styrkleikalistanum í millivigtinni. Theodorou er með klunnalegan stíl og kláraði aðeins tvo af átta sigrum sínum en var skemmtilegur persónuleiki. Bardagar hans voru hreint út sagt ekki skemmtilegir en þetta kemur engu að síður eilítið á óvart.

Wilson Reis barðist um fluguvigtartitilinn í apríl 2017 en eftir það tapaði hann þremur af næstu fjórum bardögum. Marcelo Golm var í þungavigt UFC en hann tapaði þremur af fjórum bardögum sínum í UFC. Eric Shelton var í fluguvigt UFC og endar ferilinn í UFC með tvo sigra og fjögur töp. Shelton er ákveðinn að komast aftur í UFC og ætlar þá að reyna fyrir sér í 135 punda bantamvigt.

Ekki er vitað hvort samningum Edilov og Smoliakov hafi verið rift eða þeir kosið að fara en þeir eru ekki lengur hjá UFC. Edilov var 1-0 í UFC en hans eini sigur kom í september 2017 og hefur hann ekki barist síðan. Edilov berst í léttþungavigt og gæti verið hættur en hann er þó bara 27 ára gamall.

Smoliakov er þó aðeins þekktari en hann tapaði fyrir Greg Hardy í apríl. Þetta er í annað sinn sem Smoliakov yfirgefur UFC en hann er 0-3 í UFC en unnið alla bardaga sína utan UFC. Smoliakov átti skelfilega frammistöðu gegn Greg Hardy og hefur aldrei sýnt að hann eigi heima í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular