spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC lætur John Lineker fara

UFC lætur John Lineker fara

UFC hefur ákveðið að segja upp samningi John Lineker. Lineker er afar skemmtilegur bardagamaður og því kemur þetta á óvart.

John Lineker hefur verið í brasi undanfarnar vikur en þessi ákvörðun UFC kemur engu að síður á óvart. Lineker lýsti því yfir fyrr í sumar að hann væri pirraður á skorti á bardögum. Lineker sagðist vilja berjast meira en ef UFC væri ekki á sömu blaðsíðu ættu þeir að láta hann fara.

Nokkrum dögum seinna fékk Lineker bardaga gegn Rob Font á UFC bardagakvöldinu þann 22. júní. Nokkrum dögum fyrir bardagann neyddist Lineker til að draga sig úr bardaganum þar sem hann fékk skurð á andlitið á æfingu. Þetta hjálpaði Lineker ekki og hefur samningi hans nú verið rift.

Lineker hefur nokkrum sinnum þurft að hætta við bardaga en þó sjaldan vegna meiðsla. Lineker hefur þurft að hætta við bardaga vegna veikinda, tannpínu og nú vegna skurðs. Þá hefur hann misst af stórum bardögum gegn Dominick Cruz og Cody Garbrandt vegna meiðsla andstæðinganna.

Lineker er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í bantamvigtinni og ætti ekki að vera í vandræðum með að finna nýjan vinnuveitanda. Lineker kom inn í UFC árið 2012 og þá í fluguvigtina en eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að ná fluguvigtarmarkinu var honum skipað að fara upp í bantamvigt.

Lineker hefur 12 sinnum kýlt andstæðinginn sinn niður og er það met í tveimur léttustu flokkunum í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular