spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC London: Liverpool með tvo sigra og Dan Ige með snöggan sigur

UFC London: Liverpool með tvo sigra og Dan Ige með snöggan sigur

Fyrstu tveimur bardögunum á UFC bardagakvöldinu í London var að ljúka. Mike Grundy og Molly McCann nældu sér í sigra í skemmtilegum bardögum.

Bardagakvöldið byrjar mjög vel en í fyrsta bardaga kvöldsins mættust þeir Mike Grundy og Nad Narimani. Grundy kemur frá Liverpool og æfir með Darren Till en þetta var fyrsti bardagi Grundy í UFC.

Grundy tók 1. lotuna og byrjaði nokkuð vel. Í 2. lotu var Grundy vankaður en tókst að jafna sig. Grundy svaraði heldur betur vel fyrir sig og kýldi Narimani niður skömmu síðar. Narimani komst á fætur en var ennþá vankaður. Grundy hélt áfram að sækja að Narimani og stöðvaði dómarinn bardagann eftir 4:42 í 2. lotu. Flott frammistaða hjá Grundy í hans fyrsta bardaga í UFC.

Í öðrum bardaga kvöldsins var mikið fjör þegar þær Molly McCann og Priscila Cachoeira mættust. McCann, sem kemur einnig frá Liverpool, sótti vel í 1. lotu og náði nokkrum góðum höggum inn. Hún náði svo Cachoeira niður og fór í armlás en sú brasilíska náði að sleppa. McCann endaði lotuna ofan á í mount og lét nokkur góð högg dynja á Cachoeira.

Í 2. lotu skiptust þær á höggum og var þreytan farin að segja til sín. Í 3. lotu bólgnaði McCann verulega eftir hægri krók frá Cachoeira og þurfti dómarinn að stöðva bardagann til að láta lækninn kíkja á augað. Þrátt fyrir verulega bólgu var McCann leyft að halda áfram. Þegar bardaginn byrjaði aftur ætlaði McCann að gefa Cachoeira spaðann en sú brasilíska tók hnéspark sem var ekki vinsælt hjá áhorfendum. Cachoeira hélt áfram að sækja í sig veðrið en gerði ekki nóg til að vinna. Undir lok bardagans sendi McCann henni puttann og stökk fyri búrið um leið og bardaginn kláraðist!

McCann endaði á að vinna 29-28 hjá öllum dómurum og varð þar með fyrsta enska konan til að vinna í UFC. Liverpool búar því að byrja vel en Liverpool strákurinn Darren Till er auðvitað í aðalbardaga kvöldsins.

Í 3. bardaga kvöldsins sáum við Dan Ige klára Danny Henry eldsnöggt. Ige vankaði Henry og stökk svo á bakið á honum. Þar tókst svartbeltingnum Ige að klára Henry með klassísku „rear naked choke“.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular