spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC London: Umdeildir sigrar og glæsileg frammistaða Wood

UFC London: Umdeildir sigrar og glæsileg frammistaða Wood

Fyrstu þrír upphitunarbardagarnir eru nú búnir. Jack Marshman náði mikilvægum sigri í leiðinlegum bardaga, Silva vann í umdeildum bardaga og Wood stóð undir væntingum.

Fyrsti upphitunarbardagi kvöldsins stóð ekki undir væntingum. Þeir John Phillips og Jack Marshman voru báðir í þeirri stöðu að þurfa að vinna til að halda starfinu í UFC. Phillips náði að kýla Marshman niður í 1. lotu með hægri krók en í stað þess að fara með honum í gólfið hneigði hann sig fyrir honum og bakkaði.

Næstu tvær lotur gerðist lítið annað en að Phillips stjórnaði pressunni og Marshman hringsólaði burt en kom með nokkur högg hér og þar. Ekki mikil gæði í þessum bardaga en Marshman endaði á að vinna eftir klofna dómaraákvörðun og voru áhorfendur ekki sammála niðurstöðunni. Marshman vinnur og heldur starfinu á meðan Phillips er sennilega á leið annað eftir sitt þriðja tap í jafn mörgum bardögum í UFC.

Bardagi Claudio Silva og Danny Roberts var algjörlega frábær. Silva náði Roberts niður í 1. lotu og virtist nálægt því að klára „side choke“ en Roberts slapp. Roberts komst ofan á og lét Silva finna vel fyrir því með þungum höggum í gólfinu.

Í 2. lotu virtist Silva nokkuð þreytulegur og tókst Roberts að vanka Silva en aftur komst Silva með bardagann í gólfið. Aftur reyndi Silva „side choke“ en aftur klikkaði það og komst Roberts ofan á þar sem hann lét höggin dynja á Silva. Silva náði bakinu á Roberts og reyndi síðan „triangle“ hengingu en tókst ekki að klára.

Í 3. lotu var Silva kýldur niður og var Roberts nokkuð nálægt því að klára bardagann. Silva sýndi aftur hve ótrúlega harður hann er með því að lifa af og náði síðan armlás. Roberts varðist aftur mjög vel en Silva hélt góðu gripi þar til skyndilega dómarinn stöðvaði bardagann. Bardaginn var stöðvaður vegna „verbal tap“ þar sem Roberts gaf frá sér óhljóð á meðan hann var í lásnum. Áhorfendur bauluðu en niðurstöðunni verður ekki breytt.

Nathaniel Wood fékk frábæran stuðning þegar hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn. Það eru miklar vonir bundnar við þennan strák en hann mætti Jose Alberto Quinones í bantamvigt.

Jose byrjaði bardagann á fellu en Wood tókst að koma sér upp. Jose notaði lágspörkin óspart en Wood tókst að koma bardaganum aftur í gólfið. Þar reyndi hann „D’arce“ hengingu sem virtist vera orðin ansi þétt. Jose tókst þó að sleppa og í 2. lotu var Jose með meiri áherslu á fellurnar. Wood varðist þeim öllum vel og tók svo bardagann í gólfið. Það leið ekki á löngu þar til Wood hafði klárað Jose með hengingu, „rear naked choke“ í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular