Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentUFC London: Dominick Reyes með umdeildan sigur

UFC London: Dominick Reyes með umdeildan sigur

Bardagakvöldið í London heldur áfram en þeir Dominick Reyes og Volkan Oezdemir mættust í léttþungavigt.

Bardaga Dominick Reyes og Volkan Oezdemir var beðið með mikilli eftirvæntingu en tókst ekki alveg að standa undir þeim. Bardaginn var nokkuð jafn þar sem þeir skiptust á spörkum og höggum en báðir reyndu fellur hér og þar. Reyes var blóðugur á nefinu og virkaði nokkuð þreyttur í 3. lotu.

Í 3. lotu náði Reyes góðu hnésparki í skrokkinn á Oezdemir sem meiddi hann og fékk Oezdemir til að bakka. Bardaginn fór allar loturnar og endaði Reyes á að vinna eftir klofna dómaraákvörðun sem var nokkuð umdeilt. Reyes lýsti því yfir að hann væri á leið í Jon Jones en fær það væntanlega ekki eftir þessa frammistöðu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular