spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC semur við fjölbragðaglímukappann CM Punk

UFC semur við fjölbragðaglímukappann CM Punk

cm punk
CM Punk og Rener Gracie.

Fyrrum WWE meistari í fjölbragðarglímu CM Punk hefur verið orðaður við UFC í stuttan tíma eftir að hann hætti störfum hjá WWE. Á laugardagskvöldið í útsendingu UFC 181 var staðfest að UFC hefði samið við fjölbragðaglímukappann.

CM Punk, eða Phil Brooks eins og hann heitir í raun, hefur lengi unnið fyrir sér hjá WWE en hætti þar vegna erfiðra vinnuaðstæðna og öðrum deilumálum. Brooks er einn vinsælasti fjölbragðarglímumaðurinn í Bandaríkjunum og ætti að geta þénað mikinn pening fyrir UFC.

Brooks hefur æft MMA í nokkur ár en aldrei barist. Margir hafa líkt honum við fjölbragðaglímumanninn Brock Lesnar en slíkan samanburð ættu bardagaaðdáendur að forðast. Lesnar var ótrúlegur íþróttamaður og átti góðu gengi að fagna í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar áður en hann snéri sér að fjölbragðaglímunni. Auk þess barðist hann í þunnskipaðri þungavigtinni og sigraði einn bardaga áður en hann samdið við UFC.

Brooks kemur í UFC með bardagaskorið 0-0, með engan bakgrunn í ólympískri glímu en það má segja að hann sé brúnt belti í að selja bardaga. Brooks hefur æft MMA og BJJ undanfarin ár með Rener Gracie en það er stór munur á að æfa MMA og að berjast í UFC. Brooks mun berjast í millivigt eða veltivigt en hann er 36 ára gamall og hefur ekki mikinn tíma til að láta að sér kveða.

Dana White, forseti UFC, sagði að þeir ætli að byggja Brooks hægt upp og gefa honum andstæðing með litla reynslu líkt og hann (með bardagaskorið 0-0 eða 2-1 kannski). Brooks mun berjast á stóru númeruðu kvöldi (Pay per view) og á aðalhluta bardagakvöldsins. Það er í rauninni fáranlegt að UFC ætli að láta tvo bardagamenn með litla reynslu berjast á aðalhluta bardagakvöldsins á stóru bardagakvöldi. Slíkur bardagi ætti frekar heima á minni bardagakvöldi en ekki fyrir framan milljónir aðdáenda. Samt sem áður munu margir stilla inn á og horfa á Brooks berjast og það er fyrst og fremst það sem UFC er að hugsa um.

Það verður því einn heppinn nýliði í MMA sem fær tækifæri lífs síns til að berjast við Brooks. Hver það verður er óljóst en Brooks mun berjast einhvern tíman á næstu sex mánuðum.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular