spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC staðfestir bardaga Darren Till og Stephen Thompson

UFC staðfestir bardaga Darren Till og Stephen Thompson

UFC var rétt í þessu að staðfesta aðalbardaga kvöldsins í Liverpool. Eins og reiknað var með verða það þeir Darren Till og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson í aðalbardaga kvöldsins.

Darren Till fær draumabardaga sinn í heimaborg sinni, Liverpool. Till hefur þrálátlega beðið um að fá Stephen Thompson eftir sigur sinn á Donald Cerrone í október.

Nokkrir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að þeir Till og Thompson myndu mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur UFC loksins staðfest bardagann.

Það stefnir því í ansi gott kvöld í Liverpool en eins og við greindum frá í gær mun Gunnar Nelson mæta Neil Magny í Liverpool þann 27. maí. Bardagi Gunnars og Magny verður næstsíðasti bardagi kvöldsins og verður 27. maí því stór dagur fyrir veltivigtina.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular