0

UFC staðfestir bardaga Darren Till og Stephen Thompson

UFC var rétt í þessu að staðfesta aðalbardaga kvöldsins í Liverpool. Eins og reiknað var með verða það þeir Darren Till og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson í aðalbardaga kvöldsins.

Darren Till fær draumabardaga sinn í heimaborg sinni, Liverpool. Till hefur þrálátlega beðið um að fá Stephen Thompson eftir sigur sinn á Donald Cerrone í október.

Nokkrir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að þeir Till og Thompson myndu mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur UFC loksins staðfest bardagann.

Það stefnir því í ansi gott kvöld í Liverpool en eins og við greindum frá í gær mun Gunnar Nelson mæta Neil Magny í Liverpool þann 27. maí. Bardagi Gunnars og Magny verður næstsíðasti bardagi kvöldsins og verður 27. maí því stór dagur fyrir veltivigtina.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.