UFC staðfesti bardagakvöld í Dublin fyrr í dag. Bardagakvöldið fer fram þann 15. ágúst.
Þetta er í fjórða sinn sem UFC fer til Dublin en UFC hefur ekki haldið bardagakvöld þar síðan í nóvember 2015.
Bardagakvöldið fer fram þann 15. ágúst í 3Arena líkt og í hin þrjú skiptin sem UFC hefur heimsótt borgina. Þá hét höllin O2 Arena en höllin tekur um 9.500 áhorfendur á UFC kvöldum. Það er því ólíklegt að Conor McGregor berjist á kvöldinu.
Gunnar Nelson gæti barist á kvöldinu en hann er gríðarlega vinsæll á Írlandi. Gunnar er sem stendur að jafna sig á meiðslum og er ekki með staðfestan bardaga.
Miðasala fyrir bardagakvöldið hefst 24. júní.
It's happening!! We're back at #UFCDublin on August 15th!! 🇮🇪
— UFC Europe (@UFCEurope) February 13, 2020
Register for tickets ➡️ https://t.co/RzBlLGmk3o pic.twitter.com/k24PMiY0zA