0

UFC staðfestir bardagakvöld í Dublin í ágúst

UFC staðfesti bardagakvöld í Dublin fyrr í dag. Bardagakvöldið fer fram þann 15. ágúst.

Þetta er í fjórða sinn sem UFC fer til Dublin en UFC hefur ekki haldið bardagakvöld þar síðan í nóvember 2015.

Bardagakvöldið fer fram þann 15. ágúst í 3Arena líkt og í hin þrjú skiptin sem UFC hefur heimsótt borgina. Þá hét höllin O2 Arena en höllin tekur um 9.500 áhorfendur á UFC kvöldum. Það er því ólíklegt að Conor McGregor berjist á kvöldinu.

Gunnar Nelson gæti barist á kvöldinu en hann er gríðarlega vinsæll á Írlandi. Gunnar er sem stendur að jafna sig á meiðslum og er ekki með staðfestan bardaga.

Miðasala fyrir bardagakvöldið hefst 24. júní.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.