0

UFC staðfestir bardagakvöld í Dublin í ágúst

UFC staðfesti bardagakvöld í Dublin fyrr í dag. Bardagakvöldið fer fram þann 15. ágúst.

Þetta er í fjórða sinn sem UFC fer til Dublin en UFC hefur ekki haldið bardagakvöld þar síðan í nóvember 2015.

Bardagakvöldið fer fram þann 15. ágúst í 3Arena líkt og í hin þrjú skiptin sem UFC hefur heimsótt borgina. Þá hét höllin O2 Arena en höllin tekur um 9.500 áhorfendur á UFC kvöldum. Það er því ólíklegt að Conor McGregor berjist á kvöldinu.

Gunnar Nelson gæti barist á kvöldinu en hann er gríðarlega vinsæll á Írlandi. Gunnar er sem stendur að jafna sig á meiðslum og er ekki með staðfestan bardaga.

Miðasala fyrir bardagakvöldið hefst 24. júní.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.