spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC stefnir á endurkomu 9. maí - Ferguson gegn Gaethje

UFC stefnir á endurkomu 9. maí – Ferguson gegn Gaethje

UFC ætlar ekki að vera lengi í útlegð vegna kórónaveirunnar. UFC stefnir á að vera með bardagakvöld þann 9. maí.

UFC hefur ekki getað haldið bardagakvöld síðan 14. mars en nánast alls staðar í heiminum ríkir bann við stórum viðburðum. UFC reyndi að halda UFC 249 á verndarsvæði indjána í Kaliforníu en þegar hæstráðendur hjá Disney og ESPN báðu Dana White um að hætta við bardagakvöldið varð hann við beiðninni.

Dana White lofaði þó því að UFC yrði eitt af fyrstu íþróttasamböndunum sem færi aftur af stað þegar heimurinn færi aftur í sama horf. UFC ætlar greinilega ekki lengi að bíða enda stefna þeir á stórt bardagakvöld þann 9. maí.

Samkvæmt ESPN verður bardagakvöldið troðfullt af stórum bardögum. UFC stefnir enn að því að setja saman bardaga Tony Ferguson og Justin Gaethje. Ramadan byrjar núna þann 25. apríl en þar sem Khabib Nurmagomedov er strangtrúaður múslimi verður hann ekki tiltækur á næstu vikum. Khabib átti upphaflega að mæta Ferguson en Gaethje kom í hans stað þegar ljóst var að Khabib væri fastur í Rússlandi.

UFC 250 átti upphaflega að fara fram í Brasilíu þann 9. maí. Þar átti Henry Cejudo að mæta Jose Aldo um bantamvigtartitilinn en nú ætlar UFC að fá Dominick Cruz í hans stað.

Amanda Nunes og Felicia Spencer áttu einnig að mætast á UFC 250 um fjaðurvigtartitil kvenna. Sá bardagi verður að öllum líkindum einnig á kvöldinu þann 9. maí.

Ekki er vitað hvar bardagakvöldið gæti farið fram en Kalifornía og Texas hafa verið nefnd til sögunnar. Þá gæti Flórída verið áfangastaður en ríkisstjóri Flórída gaf út tilskipun um að sjónvarpaðar íþróttagreinar væru „nauðsynleg þjónusta“ svo lengi sem þær eigi sér stað fyrir luktum dyrum. WWE fjölbragðaglíman fær leyfi til að halda sín kvöld í ríkinu.

Allt er þó í óvissu ennþá en ef UFC má halda bardagakvöld verður dagskráin svona:

Titilbardagi í léttvigt: Tony Ferguson gegn Justin Gaethje
Titilbardagi í bantamvigt: Henry Cejudo gegn Dominick Cruz
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Felicia Spencer
Francis Ngannou gegn Jairzinho Rozenstruik
Jeremy Stephens gegn Calvin Kattar
Donald Cerrone gegn Anthony Pettis
Greg Hardy gegn Yorgan de Castro
Alexei Oleinik gegn Fabricio Werdum
Carla Esparza gegn Michelle Waterson
Ronaldo “Jacare” Souza gegn Uriah Hall
Vicente Luque gegn Niko Price
Charles Rosa gegn Bryce Mitchell

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular