Thursday, April 25, 2024
HomeErlentKhabib berst líklegast ekki fyrr en í haust

Khabib berst líklegast ekki fyrr en í haust

Khabib Nurmagomedov mun sennilega ekki snúa aftur í búrið fyrr en næsta haust. Ramadan hefst innan skamms og æfir Khabib lítið á meðan á því stendur.

Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov átti að mæta Tony Ferguson um helgina á UFC 249. Vegna kórónaveirunnar hefur næstu bardagakvöldum UFC verið frestað en Khabib er þessa stundina heima í Dagestan. Khabib varði beltið sitt síðast í september 2019 en þá sigraði hann Dustin Poirier í Abu Dhabi.

Khabib mun líklegast ekki berjast aftur fyrr en næsta haust. Þann 25. apríl hefst Ramadan og stendur yfir í 30 daga. Khabib er strangtrúaður múslimi en á meðan Ramadan stendur yfir mun Khabib fasta í mánuð og æfir því ekki af fullum krafti eða undirbýr sig undir bardaga á þeim tíma.

Í samtali við ESPN segist Khabib þurfa 45 daga til að jafna sig eftir Ramadan áður en hann getur farið að æfa á fullum krafti. Khabib hefur síðustu sjö ár ekki barist yfir sumartímann og má því búast við að hann berjist næst í haust. UFC býst við að vera með bardagakvöld í San Francisco í ágúst og gæti hann barist þá eða í september. Á færslu á Instagram nefnir Khabib september sem líklegan mánuð fyrir sinn næsta bardaga ef „allt verði búið þá“ og á þá við heimsfaraldinn sem stendur nú yfir.

Þó íþróttaheimurinn færi aftur í samt horf á næstu vikum þyrftu bardagaaðdáendur samt að bíða í nokkra mánuði eftir bardaga Khabib og Tony Ferguson.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular