spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Stockholm: Mike Wilkinson rotar Backström

UFC Stockholm: Mike Wilkinson rotar Backström

UFCStockholm2014-8
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins var á milli Niklas Backström og Mike Wilkinson. Mike Wilkinson kom öllum á óvörum og rotaði Backström snemma í fyrstu lotu.

Backström byrjaði bardagann afar vel og náði nokkrum flottum lágspörkum. Eftir að hann náði góðu framsparki í andlit Wilkinson var Backström of gráðugur og óð í Wilkinson en át hægri krók beint á kjaftinn. Backström steinrotaðist og salurinn þagnaði! Það mátti heyra saumnál detta. Stuttu seinna fóru áhorfendur að baula á Wilkinson sem virtist nóta baulsins. Mike Wilkinson sigraði eftir 1:19 í fyrstu lotu, frábær sigur fyrir hann enda reiknuðu flestir með sigri Backström.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular