spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Stockholm: Siver, Musoke og með sigra eftir dómaraákvörðun

UFC Stockholm: Siver, Musoke og með sigra eftir dómaraákvörðun

Síðustu þrír upphitunarbardagar kvöldsins voru ágætis skemmtun. Dennis Siver, Niko Musoke og Magnus Cedenblad sigruðu sigruðu eftir dómaraákvörðun í ágætis bardögum.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Dennis Siver gegn Charles Rosa

Rosa byrjaði bardagann ágætlega og reyndi nokkur spörk án þess þó að neitt af þeim hafi hitt vel. Siver náði Rosa niður um miðbik fyrstu lotunnar og læsti inn “arm triangle” hengingu. Hengingin virtist vera þétt en Rosa lifði af og fékk mikið lof fyrir. Eftir það tók við skemmtileg gólfglímubarátta þar sem Rosa hótaði nokkrum lásum og tökum án þess að ná að tryggja stöðuna. Skemmtileg fyrsta lota.

Í 2. lotu var Siver að hafa betur standandi en tók Rosa niður eftir að Siver greip spark. Siver náði bakinu á Rosa sem snéri stöðunni við og endaði ofan á. Siver náði aftur á móti að snúa stöðunni sjálfur við og svona gekk þetta í smá tíma, mjög skemmtileg lota. Þriðja lota var að sama skapi mjög jöfn en aftur tók Siver Rosa niður eftir spark. Eftir skemmtilega 3. lotu tók Siver glæsilegt hringspark sem hitti beint í magann á Rosa. Það virtist meiða Rosa og fylgdi Siver eftir með nokkur högg. Mjög góð frumraun hjá Charles Rosa en þurfti að sætta sig við tap eftir einróma dómaraákvörðun.

UFCStockholm2014-6

Nico Musoke gegn Alexander Yakovlev

Bardaginn byrjaði fremur rólega og pressaði Musoke Yakovlev upp við búrið án þess að ná mörgum höggum þar inn. Fyrsta lotan nokkuð jöfn og endaði í skemmtilegri kantinum. Milli 1. og 2. lotu vakti horn Yakovlev athygli. Einn af hornamönnunum hans, eldri maður, sveiflaði handklæði sínu á bylmings hraða í átt að Yakovlev. Í 2. lotu náði Musoke nokkrum góðum höggm á Yakovlev og hafði betur í standandi viðureign. Þeir “clinchuðu” þar sem Musoke var að ná inn mun fleiri höggum. Það breyttist lítið í 3. lotunni, Musoke var að ná inn betri höggum og hafði betur eftir einróma dómaraákvörðun undir mikinn fögnuð áhorfenda.

UFCStockholm2014-7
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Magnus Cedenblad gegn Scott Askham

Scott Askham fékk óblíðar móttökur frá heimamönnum er hann gekk í búrið. Svíarnir kalla “kýldu hann á kjaftinn” á sænsku og heimamaðurinn Cedenblad fær mikinn stuðning. Fyrsta lotan var fremur leiðinleg þera sem Cedenblad náði Askham snemma niður og hélt honum þar pikkföstum án þess að sækja mikið. Það sama var uppi á teningnum í 2. lotu en dómarinn var duglegri við að skilja þá í sundur vegna þess hve lítið var að gerast. Í lok 2. lotu náði Askham þó frábæru framsparki beint í andlit Cedenblad og missti hann Cedenblad góminn úr sér. Cedenblad vankaðist mikið við það og var Askham nálægt því að klára bardagann. Cedenblad stjórnaði 3. lotunni að mestu leiti og fékk frábæran stuðning frá Svíunum. Cedenblad sigraði, 29-28, eftir einróma dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular