Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaUFC Stockholm: Jotko og Pendred sigruðu eftir dómaraákvörðun.

UFC Stockholm: Jotko og Pendred sigruðu eftir dómaraákvörðun.

Næstu tveir upphitunarbardagar voru ekki eins svakalegir og fyrstu tveir en bardagamennirnir sýndu mikla hörku. Erfiður bardagi fyrir Tor Troeng en bardagi Cathal Pendred og Gasan Umalatov var hnífjafn.

UFCStockholm2014-3
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Tor Troeng gegn Krzysztof Jotko

Tor Troeng fékk frábæran stuðning en Jotko byrjaði bardagann betur. Jotko tókst að hitta Troeng nokkrum sinnum í fyrstu lotunni en Troeng tókst að ná Jotko niður einu sinni.  Jotko skaust strax aftur upp og hélt áfram að hafa betur í standandi viðureign. Jotko sigraði fyrstu lotuna. Það sama var uppi á teningnum í 2. lotu. Troeng reyndi fellur en var langt frá því að ná þeim. Á sama tíma var Jotko að raða inn höggunum og var duglegur að fara í skrokkinn. Jotko var talsvert sterkari í “clinchinu” og raðaði inn höggunum þar. Troeng virtist vera búinn um miðbik 2. lotu og át þónokkur hnéspörk í rifbeinin en lifði af. Troeng, eins og áður, gekk illa að setja upp fellurnar sína og Jotko varðist fellunum vel. Troeng orðinn þreyttur og skrokkhöggin ekki að hjálpa til með það. Jotko var einfaldlega betri bardagamaður og sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

UFCStockholm2014-4
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Cathal Pendred gegn Gasan Umalatov

Í fyrstu lotunni var Pendred að reyna að ná fellunni og náði fellu en Umalatov stóð fljótt upp. Fyrsta lotan var mjög jöfn og erfitt að segja hvor sigraði. Það sama var uppi á teningnum í 2. lotu en Pendred kom með nokkur óvenjuleg spörk sem hittu þó ekki marks. Umalatov kýldi Pendred niður og virtist hann ver nokkuð vankaður. Pendred er þó grjótharður og harkaði þetta af sér. 3. lotan var sambærileg hinum lotunum, ekkert alltof mikið að gerast og erfitt að segja hvor hafi haft yfirhöndina. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Cathal Pendred eftir klofna dómaraákvörðun.

Hér má sjá beina textalýsingu af kvöldinu frá UFC.

 

 

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular