Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaUFC Stockholm: Fyrstu tveir bardagarnir byrja frábærlega

UFC Stockholm: Fyrstu tveir bardagarnir byrja frábærlega

Fyrstu tveim bardögum kvöldsins er lokið og byrjar kvöldið frábærlega! Tukhugov og Taisumov kláruðu andstæðinga sína örugglega í fyrstu lotu.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Zubaira Tukhugov gegn Ernest Chavez

Tukhugov notaði fyrstu tvær mínúturnar í að finna taktinn og var hreyfanlegur. Chavez var alltaf skrefi á eftir Tukhugov en eftir að Tukhugov fann taktinn var aldrei spurning hver tæki þennan bardaga. Tukhugov fór að lenda að vild og endaði á að sigra Chavez eftir tækinlegt rothögg í fyrstu lotu.

UFCStockholm2014-2
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Marcin Blandel gegn Mairbek Taisumov

Veislan heldur áfram! Hinn pólski Blandel ætlaði að reyna að draga Taisumov í gólfið og “countera” höggin hans. Blandel tókst ekki ætlunarverkið sitt og Taisimov kýldi hann niður með beinni hægr í 1. lotu. Glæsileg byrjun á kvöldinu.

Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu UFC frá bardögunum. Þið megið endilega henda línum um hvað er að gerast á Íslandi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular