Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaNelson vs. Story: Nokkrir punktar fyrir bardaga kvöldsins

Nelson vs. Story: Nokkrir punktar fyrir bardaga kvöldsins

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Nú þegar aðeins nokkrir tímar eru í bardaga Gunnars Nelson gegn Rick Story eru hér nokkur atriði sem vert er að hafa í huga fyrir bardagann.

  • Útsendingin frá bardagakvöldinu hefst kl 19 á Stöð 2 Sport og er aðalhluti bardagakvöldsins (e. main card) sýndur . Fjórir bardagar verða á dagskrá þar og er bardagi Gunnars sá síðasti í röðinni.
  • Samtals eru 11 bardagar á bardagakvöldinu. Sjö bardagar fara fram áður en aðalhluti bardagakvöldsins (e. main card) hefst. Áskrifendur af UFC Fight Pass geta horft á bardagana á undan hér. Hægt er að fá viku prufuáskrift frítt.
  • Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 16:10 að íslenskum tíma
  • Rick Story hefur aldrei verið rotaður og aðeins einu sinni tapað eftir uppgjafartak. Það var gegn Demian Maia, einn besta gólfglímumann heims.
  • Þar sem Gunnar Nelson og Rick Story eru í aðalbardaga kvöldsins er bardaginn fimm lotur.
  • Áætlað er að bardagi Gunnars hefjist kl 20:30 en það er ekki fast í skorðum.
  • Eins og vanalega mun Gunnar ganga inn undir lagi Hjálma, Leiðin okkar allra. Þar sem hann er í aðalbardaganum fær hann lengri innkomu og því ætti lag Hjálma að hljóma lengur undir en áður.
  • UFC er alþjóðleg bardagasamtök og bardagamenn víðs vegar að berjast hér í kvöld. Á bardagakvöldinu eru 6 Svíar, 4 Bandaríkjamenn, 4 Rússar, 3 Pólverjar, 2 Bretar, 1 Þjóðverji, 1 Íri og 1 Íslendingur.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular