spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC tryggir sér einkaeyju fyrir komandi bardaga

UFC tryggir sér einkaeyju fyrir komandi bardaga

UFC ætlar að halda bardaga á næstu vikum á einkaeyju. UFC lætur ekkert stöðva sig þrátt fyrir heimsfaraldur.

UFC bardagasamtökin ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir að faraldur skekur nú heimsbyggðina. Dana White, forseti UFC, hefur unnið ötullega að því að finna stað sem getur hýst bardaga næstu vikurnar.

UFC 249 átti upphaflega að vera í New York en þar sem samkomubann ríkir vegna kórónaveirunnar getur bardagakvöldið ekki farið fram í ríkinu. UFC 249 fer fram eftir 12 daga en UFC hefur ekki gefið út hvar bardagakvöldið á að fara fram. Orðrómar eru á kreiki um að UFC ætli að halda bardagakvöldið á friðlendusvæði indjána á Vesturströndinni en Dana vildi ekki gefa neitt upp.

Samkvæmt Dana White mun UFC halda bardagakvöld þar næstu vikurnar með bardagamönnum sem eru í Bandaríkjunum. UFC ætlar síðan að hýsa bardagakvöld sem áttu að fara fram utan Bandaríkjanna á einkaeyju!

„Við tryggðum okkur þennan vettvang fyrir UFC 249 í tvo mánuði. Við munum henda út bardagakvöldum í hverri viku. Ég er einnig nánast búinn að tryggja okkur einkaeyju. Ég er búinn að tryggja mér einkaeyju. Við erum að setja upp grunnstoðirnar núna,“ sagði Dana við TMZ.

„Ég get ekki komið öllum bardagamönnum sem eru utan Bandaríkjanna til Bandaríkjanna. Þess vegna erum við með einkaeyju. Við munum fljúga þeim öllum þangað og halda bardaga þar. Þann 18. apríl verður UFC aftur komið á fulla ferð. Við höfum okkar flugvélar og munum fljúga með bardagamennina á þessa einkaeyju.“

UFC þurfti að fella niður þrjú bardagakvöld vegna kórónaveirunnar en UFC mun reyna að setja upp alla bardagana aftur á dagskrá sem féllu niður. Dana sagði einnig að Joe Rogan myndi lýsa UFC 249 þrátt fyrir að hann hefði sagt í hlaðvarpi sínu að hann myndi ekki gera það. Öll bardagakvöldin verða fyrir luktum dyrum.

Þeir Tony Ferguson og Justin Gaethje mætast í aðalbardaganum á UFC 249 þann 18. apríl. Khabib Nurmagomedov er fastur í Rússlandi og þurfti því að draga sig úr bardaganum.

„Heimurinn breyttist á hverjum degi og ég reyndi að finna vettvang á hverjum degi. Þetta var ekki Khabib að kenna, þetta er engum að kenna. Þetta er eitthvað sem var ekki hægt að sjá fyrir.“

Dana sagði að lokum að þeir muni skima fyrir veirunni á öllum sem koma nálægt bardagakvöldunum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular