0

UFC tilkynnir breytta dagskrá fyrir UFC 249

UFC 249 er töluvert breytt frá því sem upphaflega var áætlað. UFC sendi frá sér breytta dagskrá fyrir bardagakvöldið í gær.

Eins og áður hefur komið fram kemur Justin Gaethje inn í stað Khabib Nurmagomedov sem er fastur í Rússlandi. Bardagi Jessica Andrade og Rose Namajunas er ennþá á dagskrá og verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Francis Ngannou og Jairzinho Rozenstruik verða á kvöldinu en þeir áttu upphaflega að mætast þann 28. mars. Það bardagakvöld féll niður en Ngannou og Jairzinho fá stað á UFC 249. Greg Hardy og Yorgan de Castro áttu einnig að mætast þann 28. mars í Ohio en verða þess í stað á UFC 249.

12 bardagamenn á UFC 249 misstu bardaga sína en 12 bardagar enda á að skipa UFC 249 eins og staðan er núna.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.