spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUmboðsmaður Cerrone hefur óskað eftir bardaga gegn Conor

Umboðsmaður Cerrone hefur óskað eftir bardaga gegn Conor

donald cerroneLéttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos er meiddur og getur ekki mætt Conor McGregor á UFC 196. Brett Okomoto, blaðamaður hjá ESPN, segir að umboðsmaður Donald Cerrone hafi óskað eftir bardaga gegn Conor McGregor.

UFC 196 fer fram þann 5. mars í Las Vegas. Gríðarleg spenna ríkti fyrir áætluðum bardaga Conor McGregor og Rafael dos Anjos í aðalbardaga kvöldsins.

Samkvæmt umboðsmanni Donald Cerrone er kúrekinn til í að mæta Conor McGregor með aðeins 11 daga fyrirvara. Cerrone er sem stendur 174 pund (79 kg) og er tilbúinn til að fara eins lágt og hann getur fyrir bardaga gegn McGregor.

Donald Cerrone barðist síðasta sunnudag í veltivigt en hann hefur árum saman barist í léttvigtinni (70 kg). Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála á næstu tímum en vonandi mun UFC finna staðgengil fyrir dos Anjos.

UFC 196 fer fram eftir aðeins 11 daga en hugsanlega mun bardagi McGregor og Cerrone fara fram í fyrirfram ákveðinni hentivigt (e. catchweight).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular