Audie Attar, umboðsmaður Conor McGregor, var gestur í þættinum SportsCenter á ESPN í gærkvöldi. Þar ræddi hann um 150.000 dollara sekt Conor McGregor, UFC 205 og fleira.
Conor McGregor var sektaður um 150.000 dollara fyrir sinn þátt í vatnsflöskustríðinu á blaðamannafundinum fyrir UFC 202. Audi Attar segir að þeir séu fegnir því að fá ekki bann en hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þeir ætli að áfrýja sektinni.
Attar er einnig umboðsmaður Stephen Thompson og Chris Weidman sem berjast á UFC 205 í New York líkt og Conor. Um tíma leit út fyrir að Weidman myndi ekki berjast á UFC 205 en bardagi hans og Yoel Romero var staðfestur um það bil sólarhringi fyrir blaðamannafundinn stóra á dögunum.
Viðtalið við Audie Attar má sjá hér að neðan en hann er einnig umboðsmaður Gunnars Nelson ásamt Haraldi Dean Nelson.
https://www.youtube.com/watch?v=j3WQo3klFlE