spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUpphitun: UFC Fight Night 30 – Machida vs. Munoz (annar hluti)

Upphitun: UFC Fight Night 30 – Machida vs. Munoz (annar hluti)

Um næstu helgi fer fram UFC Fight Night: Machida vs. Munoz í Manchester. Í dag munum við fjalla um tvo bardaga, annar svegar Jimi Manuwa gegn Ryan Jimmo og hins vegar Ross Pearson gegn Melvin Guillard. Á morgun verður síðan fjallað um aðalbardaga kvöldsins, en þar mætast Lyoto Machida og Mark Munoz í millivigtinni

Jimi Manuwa vs. Ryan Jimmo (Léttþungavigt)

Manuwa

Í léttþungavigtinni mætast hinn breski Jimi Manuwa (13-0) og Kanadamaðurinn Ryan Jimmo (18-2).

Jimi ‘Poster Boy’ Manuwa er ósigraður með 13 sigra. Athygli vekur að allir bardagar hans hafa endað með rothöggi eða tæknilegu rothöggi, nema einn þar sem hann kláraði anstæðing sín með “guillotine” hengingu. Enginn af þessum andstæðingum hafa þó verið nálægt toppnum í deildinni og velta menn fyrir sér hvað gerist þegar hann mætir topp andstæðingi.

Ryan Jimmo er enginn aukvissi. Jimmo á eitt af hröðustu rothöggum í sögu UFC, en hann rotaði Anthony Perosh eftir aðeins sjö sekúndur á UFC 149 á síðasta ári. Jimmo er því nokkuð höggþungur og hefur klárað sjö af 18 sigrum með rothöggi eða tæknilegu rothöggi. Þessi bardagi mun líklegast eiga sér stað standandi og hér er fínn möguleiki á rothöggi. Jimmo hlaut mikla gagnrýni fyrir “wall-and-stall” taktíkina sína gegn Igor Pokrajac en vonandi verður ekki það sama uppi á teningnum núna.

Spá MMAfrétta: Bretum til mikillar ánægju heldur “Poster Boy” Manuwa áfram 13 bardaga sigurgöngu sinni og vinnur Jimmo með tæknilegu rothöggi.

 

Ross Pearson vs. Melvin Guillard (Léttvigt)

Hinn bandaríski Melvin Guillard (31-12-2) mætir heimamanninum Ross Pearson (15-6) í léttvigtinni í næst síðasta bardaga kvöldsins.

Guillard hefur alla burði til að vera á toppnum í léttvigtinni en hefur gengið illa að ná stöðugleika í frammistöðum sínum. Hann hefur nú tapað fjórum af síðustu sex bardögum en hann vann síðast Mac Danzig í júlí á þessu ári. Hann hefur átt það til að koma inn með lélegt ‘gameplan’ og hefur tilhneigingu til að mæta andstæðingum sínum þar sem þeir eru sterkastir í stað þess að einblína á snjallari nálgun. Þrátt fyrir að vera aðeins 30 ára gamall hefur Guillard þegar barist 45 sinnum sem er gífurlegur fjöldi bardaga. Eins og kom fram í grein um Overeem um daginn sýnir tölfræðin að MMA keppendur byrja yfirleitt að dala 9 árum eftir frumraun sína. Guillard hefur nú barist í 11 ár og má telja líklegt að 45 bardagar á því tímabili hafi tekið sinn toll á líkamann. Það fer því að vera síðasti séns fyrir Guillard ætli hann sér að gera atlögu að léttvigtartitlinum.

Ross Pearson hefur verið öllu stöðugri í frammistöðum sínum undanfarið og eftir stutta dvöl í fjaðurvigtinni sneri hann aftur í léttvigtina og er nú búinn að sigra tvo bardaga í röð. Pearson vann níundu seríu af The Ultimate Fighter og var síðar þjálfari í The Ultimate Fighter: The Smashes. Líkt og Guillard er Pearson höggþungur en hann sigraði síðustu tvo bardaga sína með tæknilegu rothöggi og má því búast við spennandi viðureign. Þar sem Michael Bisping þurfti að hætta við bardaga sinn við Mark Munoz (og var leystur af af Lyoto Machida), verður Pearson stærsta breska nafnið þetta kvöldið. Pearson hefur ekki barist í Bretlandi í um fjögur ár og má því telja líklegt að heimamenn taki vel á móti honum.

Spá MMAFrétta: Hér verðum við að tvítryggja okkur. Guillard er þunghöggur og gæti sigrað með rothöggi, en Pearson er klókari og gæti sigrað á stigum ef hann er búinn að vinna heimavinnuna sína.

Á morgun fjöllum við um aðalbardaga kvöldsins þar sem Lyoto Machida mætir Mark Munoz. Sá bardagi verður sá fyrsti hjá Machida í millivigtinni og eru margir spenntir að sjá hvernig honum vegnar þar.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular