spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFrábær árangur Fenris á London International Open

Frábær árangur Fenris á London International Open

FenrirÞann 19. og 20. október síðastliðinn sendi Fenrir MMA 7 keppendur á London International Open IBJJF 2013, sem er stórt alþjóðlegt mót í Brasilísku jiu-jitsu. Fenrir stóð sig frábærlega og unnu til 10 verðlauna. Þetta var í fyrsta skipti sem Fenrir sendi keppendur frá sér á stórt alþjóðlegt mót og árangurinn ekki af verri endanum.

Um 800 manns kepptu á mótinu, bæði í Gi (galla) og No-Gi (án galla)

Oddur Páll Laxdal og Harpa Halldórsdóttir unnu bæði til silfurverðlauna í flokki hvítbelta í Gi. Hrafn Jóhannesson og Katla Hrund Björnsdóttir kepptu einnig í flokki hvítbeltinga og hrepptu þau bæði bronsverðlaun einnig í Gi.

Halldór Logi Valsson vann til silfurverðlauna í Gi í flokki blábeltinga og til bronsverðlauna í No-Gi.

Jóhann Ingi Bjarnason keppti í flokki fjólublábeltinga og tók bronsið í Gi.

Í flokki brúnbeltinga vann yfirþjálfari Fenris, Ingþór Örn Valdimarsson, til bronsverðlauna í Gi og til bronsverðlauna í opnum flokki brúnbeltinga. Ingþór vann einnig silfur í nogi í flokki brúnbeltinga.

Fenrir nýtti ferðina til að kíkja á æfingar hjá Roger Gracie Academy í London og eyddu þar síðustu dögunum. Fenris fólkið er strax farið að undirbúa sig fyrir Íslandsmeistaramótið í BJJ sem verður haldið 17. nóvember næstkomandi.

Þetta er sannarlega frábær árangur hjá Akureyrska bardagafélaginu og óskum við þeim til hamingju með það.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular