0

Frábær árangur Fenris á London International Open

FenrirÞann 19. og 20. október síðastliðinn sendi Fenrir MMA 7 keppendur á London International Open IBJJF 2013, sem er stórt alþjóðlegt mót í Brasilísku jiu-jitsu. Fenrir stóð sig frábærlega og unnu til 10 verðlauna. Þetta var í fyrsta skipti sem Fenrir sendi keppendur frá sér á stórt alþjóðlegt mót og árangurinn ekki af verri endanum.

Um 800 manns kepptu á mótinu, bæði í Gi (galla) og No-Gi (án galla)

Oddur Páll Laxdal og Harpa Halldórsdóttir unnu bæði til silfurverðlauna í flokki hvítbelta í Gi. Hrafn Jóhannesson og Katla Hrund Björnsdóttir kepptu einnig í flokki hvítbeltinga og hrepptu þau bæði bronsverðlaun einnig í Gi.

Halldór Logi Valsson vann til silfurverðlauna í Gi í flokki blábeltinga og til bronsverðlauna í No-Gi.

Jóhann Ingi Bjarnason keppti í flokki fjólublábeltinga og tók bronsið í Gi.

Í flokki brúnbeltinga vann yfirþjálfari Fenris, Ingþór Örn Valdimarsson, til bronsverðlauna í Gi og til bronsverðlauna í opnum flokki brúnbeltinga. Ingþór vann einnig silfur í nogi í flokki brúnbeltinga.

Fenrir nýtti ferðina til að kíkja á æfingar hjá Roger Gracie Academy í London og eyddu þar síðustu dögunum. Fenris fólkið er strax farið að undirbúa sig fyrir Íslandsmeistaramótið í BJJ sem verður haldið 17. nóvember næstkomandi.

Þetta er sannarlega frábær árangur hjá Akureyrska bardagafélaginu og óskum við þeim til hamingju með það.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.