Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaUppáhalds bardagamaður: Nick Diaz

Uppáhalds bardagamaður: Nick Diaz

nick-diaz2Við á MMA fréttum ætlum að birta greinar um okkar uppáhalds bardagamenn. Hér ætlum við að líta á Nick Diaz.

Nicholas Robert Diaz fæddist á þeim merka degi 2. ágúst árið 1983 en hann er af amerískum og kúbverskum ættum. Æska Diaz hefur verið umtöluð í gegnum tíðina en hann stundaði nám við Tokay menntaskólann í Californíu áður en hann hætti. Móðir hans hefur verið mjög mikilvæg í hans lífi þar sem hann hefur aldrei hitt föður sinn. Móðir hans fékk hann til þess að æfa sund við menntaskóla sinn en hann hefur þakkað sundi og móðir sinni mikið fyrir úthaldið sem hann hefur. Þegar Diaz lenti í vandræðum á táningsárum sendi móðir hans hann til afa síns sem var frjálsíþróttaþjálfari. Diaz fylgdi afa sínum á frjálsíþróttaæfingar þar sem hann var látinn hlaupa hring eftir hring til að hafa eitthvað fyrir stafni. Diaz hefur eitt besta úthaldið í MMA en hann tekur þátt í þríþraut reglulega. Diaz hefur sagt að ef hann fengi jafn vel borgað fyrir að taka þátt í þríþraut eins og hann fær fyrir að berjast myndi hann frekar vera atvinnumaður í þríþrautinni.

Diaz byrjaði 14 ára í bardaglistum og gekk ekki vel. Upphaflega byrjaði hann að æfa MMA vegna þess að hann varð fyrir einelti frá stærri strákum. Diaz varð svo atvinnumaður í MMA árið 2001 eftir 18 ára afmæli hans og vann þá sinn fyrsta sigur gegn Mike Wick með lás í IFC Warriors Challange 15. Diaz varð meistari IFC í öðrum bardaga hans þegar hann sigraði Chris Lytle. Árið 2003 varð hann WEC veltivigtar meistari þegar hann sigraði Joe Hurley með “kimura”. Eftir að hafa tvisvar varið titil sinn í IFC tók UFC eftir honum og bauð honum samning.

Fyrsti UFC bardagi hans var gegn andstæðingi sem Nick Diaz þekkti vel, Jeremy Jackson. Diaz og Jackson höfðu tvisvar áður mæst og voru með einn sigur hvor en í þriðja og síðasta bardaga milli þeirra sigraði Diaz eftir uppgjafartak. Næsti bardagi Diaz var á UFC 47 þar sem hann rotaði Robbie Lawler en sá bardagi skaut honum á stjörnu himininn innan MMA geirans. Eftir þrjú töp í röð var hann látinn fara frá UFC í apríl 2006.

Diaz varð svo seinna meistari í Strikforce og hefur átt marga frábæra bardaga á sínum ferli og vonast undirritaður til að þeir verði ennþá fleiri.

Diaz hefur gert marga hluti á sínum ferli eins og að lenda í slagsmálum gegn Joe Riggs á spítala eftir bardaga þeirra á UFC 57. Hann hefur einnig fallið tvisvar á lyfjaprófi vegna grasreykinga. Frægt er þegar hann sigraði Takanori Gomi, sem var þá einn besti léttvigtar bardagamaður heims, en eftir bardagann féll Diaz á lyfjaprófi. Læknar töldu hann vera undir áhrifum THC á meðan bardaganum stóð miðað við magn THC í blóði hans.  Í maí 2012 átti Diaz að keppa við Braulio Estima í góðgerðarglímu en hann mætti ekki vegna ósættis við þá sem framfylgdu keppninni. Diaz missti af titilbardaga gegn Georges St. Pierre þar sem hann mætti ekki á blaðamannafund í tvö skipti. Hann fékk þó annað tækifæri seinna þar sem hann tapaði.

Diaz er mjög sérstakur maður sem á við geðvandamál að stríða svo sem félagsfælni. Margir líta á Diaz sem einhvern vitleysing en hann lifir gríðarlega heilsusamlegu lífi (kannski fyrir utan gras reykingar hans). Hann æfir gríðarlega mikið, hvort sem það er þríþraut eða MMA, auk þess að hafa mjög sérstakar matvenjur þar sem hann borðar aðeins hrátt grænmeti. Diaz segist nú vera hættur atvinnumennsku í MMA og er að stíga sín fyrstu skref í að halda keppnir. Undiritaður vonar þó að hann komi aftur en miklar líkar eru taldar á því.

Hér eru nokkrir bardagar sem eru frábærir fyrir alla sanna MMA-aðdáendur.

Robbie Lawler – UFC 47 – Bardaginn sem kom Diaz á kortið

Karo Parisyan – UFC 49 – Mjög skemmtilegur bardagi þar sem þeir sýna allar hliðar MMA

Diego Sanchez – Ultimate Fighter 2 Finale – Valin 12. besti bardagi í sögu UFC af aðdáendum þó hann fari fram að mestu í gólfinu

Takanori Gomi – Pride 33 – Sigraði einn besta léttvigtar bardagamann undir áhrifum..

Frank Shamrock – Strikeforce: Shamrock vs Diaz – Bardaginn sem kom Strikeforce á kortið

Marius Zaromskis – Strikeforce: Miami

Evangelista “Cyborg” Santos – Strikeforce: Diaz vs Cyborg

Paul Daley – Strikeforce: Diaz vs Daily (geggjaður bardagi sem hægt er að sjá hér)

 

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular