spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÁ uppleið: Sage Northcutt

Á uppleið: Sage Northcutt

sage northcuttÁ laugardaginn berst hinn 19 ára Sage Northcutt sinn fyrsta UFC bardaga. Þessi 19 ára strákur á framtíðina fyrir sér og eru margir sem búast við miklu af honum.

Dana White á að hafa fundið þennan strák í nýjustu þáttaröð UFC, „Dana White Looking for a Fight“ . Í þáttunum ferðast Dana White um Bandaríkin í leit að hæfileikaríkum bardagamönnum ásamt þeim Matt Serra og Nick ‘The Tooth’.

Sage-Northcutt

Í fyrsta þættinum fara þeir á Legacy bardagakvöld þar sem Sage Nortcutt mætti Gage Duhon. Fyrir bardagann sjást þeir Dana White, Serra og Nick gera grín að Sage Northcutt enda lítur hann frekar út eins og Abercrombie & Fitch fyrirsæta en ekki eins og bardagamaður. Þeir sjá meðal annars mynd af honum í módelfitness með spreybrúnkuna og skjannahvítar tennurnar og taka þennan strák ekki alvarlega.

Í búrinu minnir hann frekar á persónuna Guile úr Street Fighter tölvuleikjunum því þessi strákur getur barist! Auk þess eru þeir Guile og Northcutt með eins hárgreiðslu. Northcutt sigraði bardagann með miklum yfirburðum í fyrstu lotu og voru þeir White og Serra yfir sig hrifnir af stráknum. Northcutt barðist einn bardaga í viðbót og fékk svo kallið frá UFC. Hann er nú 5-0 í MMA og klárað alla bardaga sína (þrjá með rothöggi og tvo með uppgjafartökum).

guileÁ laugardaginn berst hann sinn fyrsta UFC bardaga þegar hann mætir Francisco Trevino í einum af upphitunarbardögum kvöldsins. Trevino er einmitt týpan af bardagamanni sem hentar Northcutt á þessu stigi ferilsins. Trevino er góður á öllum vígstöðum bardagans án þess að vera líklegur til að sigra Northcutt með kæfandi glímustíl eða svakalegu rothöggi – erfið prófraun en alls ekki of erfitt.

Það er eins gott að UFC fari varlega með Nortcutt. Strákurinn gæti nefnilega orðið mjög stór stjarna. Spörkin hans eru hans helsta vopn og gætum við fengið að sjá tilþrifamikil rothögg frá honum í framtíðinni. Northcutt er þó ennþá bara 19 ára gamall svo UFC mun ekki henda honum í djúpu laugina alveg strax. Aðeins Dan Lauzon (18 ára) og Sean Daugherty (18 ára) voru yngri þegar þeir tóku sinn fyrsta bardaga þannig að Northcutt verður þriðji yngsti bardagamaðurinn í sögu UFC á laugardaginn.

UFC 192 fer fran í Houston, Texas á laugardaginn en Northcutt er uppalinn í Texas. Hvernig sem fer á laugardaginn verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

https://www.youtube.com/watch?v=hu5UREjLGdI

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular