Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentRyan Hall: Það mun alltaf vera mikil nýsköpun í BJJ

Ryan Hall: Það mun alltaf vera mikil nýsköpun í BJJ

Í þessum seinni hluta viðtals okkar við Ryan Hall ræddum við um BJJ sem sjálfsvörn eða sem íþrótt og fleira tengdu brasilísku jiu-jitsu. Ryan Hall er einn fremsti gólfglímumaður heims en hann dvaldi hér á landi fyrr á árinu.

Hall hefur sínar skoðanir á brasilísku jiu-jitsu sem sjálfsvörn en oft er deilt um hvort stunda ætti BJJ sem sjálfsvörn eða íþrótt. „Það er mikilvægast að meta aðstæður rétt. En ef einstaklingur er í góðu formi, sterkur, vanur átökum, hefur færni í glímu eða boxi, mun sá einstaklingar hafa gífurlegt forskot yfir venjulegt fólk þó ekkert sé auðvitað öruggt,“ segir Hall.

Sjá einnig: Ryan Hall – Mjög erfitt að fá bardaga

Í BJJ koma tískubylgjur þar sem ákveðin brögð komast í tísku. Aðspurður um hvað verði næsta vinsæla tæknin í BJJ var hann hikandi í svörum. „Það mun alltaf vera mikil nýsköpun í íþróttinni en reglurnar munu ákvarða hvaða tækni mun skara fram úr.“

Hall var þekktur fyrir „deep half-guard-ið“ sitt á sínum tíma og á tímabili virtust allir vera að nota þá tækni. Sú tækni er aftur á móti ekki eins vinsæl í dag. „Ég held að þetta fari í hringi. Um tíma var 50/50 [guard] eina vitið en ekki eins mikið núna. Allir elska Berimbolo núna en eftir fimm ár mun enginn fíla Berimbolo því allir kunna það og allir kunna að verjast því. Allt þetta 50/50, Berimbolo, þetta er ekkert nýtt. Þetta er nýtt fyrir mér eða næstu kynslóð svo ég held að þetta fari í hringi eins og flest í lífinu. Half-guard mun aftur verða vinsælt eftir nokkur ár.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan en fyrri hlutann má finna hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular