spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í október 2015

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í október 2015

Október verður svipaður mánuður og september hvað MMA varðar. Á boðstólnum eru tvö UFC kvöld, eitt stórt og eitt lítið. Auk þess verða Bellator og WSOF með sitt hvort kvöldið. Langbesta bardagakvöldið er en efa UFC 192 sem fer fram á laugardaginn kemur.

Chris-Cariaso-vs.-Sergio-Pettis10. UFC 192, 3. október – Chris Cariaso gegn Sergio Pettis (fluguvigt)

Sergio Pettis fær heldur betur erfitt verkefni um helgina. Eftir að hafa verið rotaður illa í hans síðasta bardaga gegn Ryan Benoit mætir hann hér Chris Cariaso sem skoraði á Demetrious Johnson fyrir ári síðan og er nr. 10 á styrkleikalista UFC.

Spá: Hjartað segir Pettis en höfuðið Cariaso. Eftir góða byrjun hjá Pettis mun Cariaso nota reynsluna, ná yfirhöndinni og sigra á stigum.

Eye-Pena9. UFC 192, 3. október – Jessica Eye gegn Julianna Peña (bantamvigt)

Julianna Peña kom sterk til baka eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna alvarlegra meiðsla. Hún sigraði í apríl síðastliðinn Milana Dudieva með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu og sýndi sömu áræðni og hún var áður þekkt fyrir í The Ultimate Fighter þáttunum. Hér fær hún talsvert reyndari andstæðing, Jessica Eye, sem hefur barist við mun betri andstæðinga en ekki náð að sigra þær allra bestu.

Spá: Julianna Peña sigrar aftur á tæknilegu rothöggi en að þessu sinni í annarri lotu. Fólk fer að tala um hvort hún eigi séns í Rondu Rousey.

Benavidez-and-Bagautinov8. UFC 192, 3. október – Joseph Benavidez gegn Ali Bagautinov (fluguvigt)

Fluguvigtin er erfiður þyngdarflokkur fyrir kappa eins og þessa. Báðir hafa barist við meistarann og tapað, þar af Benavidez í tvígang. Engu að síður er þetta mikilvægur bardagi sem gæti skotið Bagautinov hátt upp styrkleikalistann eða tryggt Benevidez tækifæri til að skora á meistarann í þriðja sinn, þ.e. eftir að sigurvegarinn af bardaga Jussier Formiga og Henry Cejudo hefur spreytt sig.

Spá: Joseph Benavidez tapar bara fyrir meisturum. Hann sigrar örugglega á stigum.

galvao dantas7. Bellator 143, 23. október – Marcos Galvão gegn Eduardo Dantas (bantamvigt)

Í Bellator fer fram áhugaverður titilbardagi í bantamvigt. Þessir tveir hafa mæst áður þar sem Eduardo Dantas sigraði á rothöggi í febrúar 2013 og varði titil sinn. Að þessu sinni er Marcos Galvão meistarinn en hann hefur sigrað fjóra bardaga í röð síðan hann tapiði gegn Dantas og ætlar sér að ná fram hefndum.

Spá: Þessi fer ekki fimm lotur. Segjum að Dantas endurheimti titilinn og roti Galvão aftur.

fitch-vs-okami6. WSOF 24, 17. október – Jon Fitch gegn Yushin Okami (veltivigt)

Það er nokkuð magnað að Yushin Okami skuli vera að keppa í veltivigt en hann þótti mjög stór í millivigt. Það þarf ekki að kynna þessa reynslubolta en eitt af því sem skilur þá að í dag er aldurinn. Jon Fitch er orðinn 37 ára gamall, þremur árum eldri en Okami. Hvor þeirra á meira eftir?

Spá: Nái Okami að létta sig niður í veltivigt án vandræða ætti hann að geta notað stærðina til að ná fram sigri á mannlega teppinu.

Miocic-Rothwell5. UFC Fight Night 76, 24. október – Stipe Miocic gegn Ben Rothwell (þungavigt)

Nú erum við komin í stóru bardagana. Hér mætast tveir topp 10 kappar í þungavigt sem báðir þrá titilbardaga. Báðir hafa sigrað fjóra af síðustu fimm bardögum og verða að vinna ætli þeir að fá tækifæri gegn meistaranum.

Spá: Stipe Miocic notar glímu og „dirty boxing“ upp við búrið til að sigra Rothwell á stigum.

ryan-bader-rashad-evans4. UFC 192, 3. október – Rashad Evans gegn Ryan Bader (léttþungavigt)

Loksins snýr Rashad Evans aftur eftir um tveggja ára fjarveru. Kallinn hefur þurft að glíma við erfið meiðsli í hnjám og hefur þar af leiðandi glatað dýrmætum tíma og er nú orðinn 36 ára. Hann stekkur beint út í djúpu laugina og mætir Ryan Bader sem er nr. 4 á styrkleikalista UFC. Bader er nokkuð þekkt stærð svo spurningin í þessum bardaga er hvaða útgáfa af Evans mun mæta til leiks?

Spá: Rashad Evans kemur sterkur til baka og afgreiðir Bader með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Duffy-vs-poirier3. UFC Fight Night 76, 24. október – Dustin Poirier gegn Joseph Duffy (léttvigt)

Þessi bardagi er mikilvæg mælistika á getu og hæfileika Joseph Duffy. Hér er hann í fyrsta sinn í aðalbardaga kvöldsins og það í sínu heimalandi. Heilmikil pressa. Andstæðingurinn er auk þess gríðarlega hættulegur en Poirier gæti hæglega orðið framtíðar topp fimm bardagamaður í léttvigt.

Spá: Það væri gaman að sjá Duffy sigra þennan bardaga en Poirier verður aðeins of mikið fyrir hann. Poirier sigrar á rothöggi í þriðju lotu í skemmtilegum bardaga.

hendricks woodley2. UFC 192, 3. október – Johny Hendricks gegn Tyron Woodley (veltivigt)

Þetta er hrikalega mikilvægur bardagi í veltivigt en sigurvegarinn er svo gott sem öruggur í bardaga gegn meistaranum í hans næsta bardaga. Báðir eru höggþungir glímumenn svo stílarnir eru ekki svo ólíkir. Báðir eru fyrrverandi meistarar, Hendrics í UFC og Woodley í Strikeforce. Woodley er með meiri sprengikraft en Hendricks hefur keppt í stærri bardögum og býr að þeirri reynslu.

Spá: Þetta verður hörkubardagi en reynslan mun skila Hendricks sigri á spjöldum dómaranna.

dc gusty

1. UFC 192, 3. október – Daniel Cormier gegn Alexander Gustafsson (létt þungavigt)

Það er auðvelt að vanmeta Alexander Gustafsson fyrir þennan bardaga. Síðasti bardagi hans, gegn Anthony Johnson, fór mjög illa og hans mesta afrek virðist vera góð frammistaða í bardaga sem hann tapaði gegn Jon Jones. Í þessum bardaga þarf „The Mauler“ að nota faðmlengdina, stinga og vera hreyfanlegur, verjast fellum og láta Cormier finna fyrir því með hnjáspörkum og gagnhöggum. Spurningin er, getur hann það?

Spá: Svarið er sennilega nei. Daniel Cormier mun koma Gustafsson í gólfið og afgreiða hann með höggum í fyrstu lotu. En kannski, bara kannski, erum við öll að vanmeta Svíann hávaxna.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular