spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUrijah Faber íhugar endurkomu í búrið

Urijah Faber íhugar endurkomu í búrið

Hinn fertugi Urijah Faber íhugar nú að snúa aftur í búrið. Faber lagði hanskana á hilluna árið 2018 og skoðar bardaga í júlí.

Urijah Faber varð fertugur fyrr í maí. Faber barðist síðast við Brad Pickett í desember 2016 og átti það að vera kveðjubardagi hans í MMA. Bardaginn fór fram í Sacramento í Kaliforníu en það eru heimaslóðir Faber. Faber fékk góða kveðjustund eftir sigurinn á Pickett og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem goðsögn í MMA heiminum og frumkvöðull.

Nú íhugar Faber að snúa aftur í búrið og berjast á UFC bardagakvöldinu í Sacramento þann 13. júlí. Faber varð pabbi á dögunum og langar að fara aftur í búrið.

„Barnið heldur mér ungum en góður slagur hjálpar líka til. Ég er alvarlega að skoða þetta. Mér hefur áður verið boðið að berjast og hef alltaf haldið mér í góðu formi. Undanfarið hálft ár hef ég verið að hugsa þetta nánar og það er freistandi,“ sagði Faber í The MMA Hour á mánudaginn.

„Mig langaði að hætta á sínum tíma. Það hljómar skemmtilega að berjast aftur og finnst mér eins og ég sé að missa af einhverju. Á mínum aldri næ ég að halda vel í þá yngri ennþá og ég vil ekki bíða of lengi með þetta. Einhver nöfn hafa verið nefnd til sögunnar, þetta gæti vel gerst.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular