spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUrijah Faber kallar Ludwig rasista sem vill ekki þjálfa konur

Urijah Faber kallar Ludwig rasista sem vill ekki þjálfa konur

faberUrijah Faber var gestur Ariel Helwani í The MMA Hour í gær. Þar lét hann ýmislegt flakka um fyrrum yfirþjálfara Team Alpha Male, Duane Ludwig.

Duane Ludwig var yfirþjálfari Team Alpha Male í um það bil eitt ár. Hann hætti fyrr á árinu til að opna eigin bardagaklúbb í heimabæ sínum, Broomfield Colorado, og virtist vera mikill missir af honum hjá Team Alpha Male. Meðlimir Team Alpha Male á borð við Chad Mendes, TJ Dillashaw og Joseph Benevidez tóku stórtækum framförum (sérstaklega standandi) á meðan Ludwig var yfirþjálfari.

Eftir að hann hætti hefur eitthvað ósætti verið í loftinu á milli Ludwig og forsprakka Team Alpha Male, Urijah Faber. Ludwig hefur einnig látið ýmis ummæli flakka um liðið eftir að hann hætti sem hafa ekki verið vinsæl. Hann sagði til að mynda að TJ Dillashaw væri sá eini í Team Alpha Male sem virkilega vildi verða meistari.

Á sama tíma hefur Urijah Faber sagt lítið sem ekkert um Duane Ludwig. Í gær í The MMA hour lét hann gamminn geysa.

Faber sagði Ludwig m.a. vera rasista sem vildi ekki þjálfa konur. Ludwig sagði við þeldökka meðlimi Team Alpha Male að þeir ættu að vera aftast í röðinni á æfingum. Ludwig sagði þetta vera grín en þetta á hann hafa sagt á hverjum degi. Þetta „grín“ hans varð fljótt þreytt og voru meðlimir liðsins ósáttir við þessa hegðun Ludwig.

Þá segir Faber að Ludwig hafi verið með niðrandi ummæli í garð meðlima liðsins og m.a. sagt við eina bardagakonu að hún væri hræðileg og ætti bara að hætta í MMA. Ludwig vill ekki sjá konur í MMA og er illa við að þjálfa þær. Viðtalið við Faber í heild sinni má lesa og hlusta á hér.

Duane Ludwig svaraði fyrir sig fyrr í dag þar sem hann þvertók fyrir að vera rasisti. Hann segir þessa brandara hafa lengi verið á æfingum liðsins. Hann neitaði því hins vegar ekki að hann vilji ekki þjálfa konur:

„Ég myndi ekki segja að ég væri á móti kvenna MMA. Mér finnst óþægilegt að sjá konu kýlda í andlitið. Það er allt í lagi að sjá konur glíma en mér líkar illa við að sjá konur kýldar í andlitið. Maður sér fullt af flottum kvennabardögum en samt líður mér undarlega þegar ég horfi á kvennabardaga. En já ég vil ekki þjálfa konur.“

Það eru enn tengsl á milli Ludwig og Team Alpha Male þar sem TJ Dillashaw og Danny Castillo ferðast sérstaklega til Colorado til að æfa hjá Ludwig. Þetta viðtal Faber leit ekki vel út fyrir Ludwig og verður áhugavert að sjá hvert framhaldið verður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular